Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 08:59 Trump hafði með sér aragrúa skjala úr Hvíta húsinu sem eru eign alríkisstjórnarinnar. Á meðal þeirra voru háleynileg ríkisleyndarmál, þar á meðal um kjarnorkugetu erlends ríkis. AP/Matt York Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. Þegar Trump yfirgaf Hvíta húsið í fyrra hafði hann með sér kassa fulla af skjölum sem tilheyrðu forsetaembættinu, þar á meðal nokkurn fjölda háleynilegra gagna um þjóðaröryggismál. Öll áttu skjölin að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna til varðveislu en í staðinn enduðu þau inni í skáp í Mar-a-Lago, heimili og fyrirtæki Trumps á Flórída. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit þar í ágúst og höfðu með sér skjölin. Sú leit kom í kjölfar ítrekaðra tilrauna yfirvalda til þess að fá Trump til að skila skjölunum, meðal annars með því að stefna honum til að afhenda þau. Sakamálarannsókn stendur yfir á málinu. Nú segir Washington Post að starfsmaður Trump hafi sagt rannsakendum FBI að hann hefði skipað fólki að færa skjölin í íbúð hans í Mar-a-Lago eftir að stefnan barst ráðgjöfum hans. Sú frásögn er sögð eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins, þar á meðal upptökum öryggismyndavéla sem sýndu fólk bera kassa. Starfsmaðurinn á upphaflega að hafa neitað því að meðhöndlað viðkvæm skjöl eða kassa þar sem þau kynni að vera finna. Þegar önnur sönnunargögn voru síðar lögð fyrir hann kom annað hljóð í strokkinn. Lýsti hann þá hvernig hann hefði tekið þátt í að bera kassana að kröfu Trumps. Reyndu að endurheimta skjölin með góðu í fleiri mánuði Fjöldi vitna í málinu hafa borið að þau hafi reynt að fá Trump til að vera samvinnuþýðan við þjóðskjalasafnið og dómsmálaráðuneytið eftir að það skarst í leikinn til þess að freista þess að endurheimta skjölin. Trump lét sér það mjálm sem vind um eyru þjóta. „Ég á þessi skjöl,“ á Trump að hafa sagt við ráðgjafa sinn. Eftir fleiri mánuði af því að þjóðskjalasafnið reyndi að fá Trump til að skila skjölunum sendi hann fimmtán kassa af gögnum til baka í janúar. Í þeim reyndust vera 184 skjöl sem voru merkt sem leynileg, þar á meðal 25 háleynileg. Eftir að honum barst stefna um skjölin afhentu lögmenn Trump 38 leyniskjöl, þar á meðal sautján sem voru merkt háleynileg, í júní. Héldu þeir því fram að ítarleg leit hefði verið gerð að leyniskjölum á Mar-a-Lago. Áður hefur verið sagt frá því að Trump hafi viljað að lögmennirnir fullyrtu að hann hefði þegar skilað öllum skjölunum en að það hafi þeir ekki viljað gera af ótta við að það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Þegar húsleitin var svo gerð í ágúst komu í ljós 103 leyniskjöl til viðbótar, þar á meðal átján háleynileg skjöl. Í einu þeirra voru meðal annars upplýsingar um hernaðargetu erlends ríkis, þar á meðal kjarnorkuvopnaforða þess. Lögmenn Trump reyna nú að tefja sakamálarannsóknina vegna skjalanna fyrir dómstólum. Trump sjálfur hefur borið fyrir afsakanir af ýmsu tagi. Hann hafi í raun aflétt leynd af leyniskjölunum, þrátt fyrir að engin gögn hafi komið fram sem styðji það, og að hann hafi hvað sem öðru líður rétt á að halda skjölunum. Þá hefur hann sakað fulltrúa FBI um að koma fyrir sönnunargögnum við húsleitina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þegar Trump yfirgaf Hvíta húsið í fyrra hafði hann með sér kassa fulla af skjölum sem tilheyrðu forsetaembættinu, þar á meðal nokkurn fjölda háleynilegra gagna um þjóðaröryggismál. Öll áttu skjölin að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna til varðveislu en í staðinn enduðu þau inni í skáp í Mar-a-Lago, heimili og fyrirtæki Trumps á Flórída. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit þar í ágúst og höfðu með sér skjölin. Sú leit kom í kjölfar ítrekaðra tilrauna yfirvalda til þess að fá Trump til að skila skjölunum, meðal annars með því að stefna honum til að afhenda þau. Sakamálarannsókn stendur yfir á málinu. Nú segir Washington Post að starfsmaður Trump hafi sagt rannsakendum FBI að hann hefði skipað fólki að færa skjölin í íbúð hans í Mar-a-Lago eftir að stefnan barst ráðgjöfum hans. Sú frásögn er sögð eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins, þar á meðal upptökum öryggismyndavéla sem sýndu fólk bera kassa. Starfsmaðurinn á upphaflega að hafa neitað því að meðhöndlað viðkvæm skjöl eða kassa þar sem þau kynni að vera finna. Þegar önnur sönnunargögn voru síðar lögð fyrir hann kom annað hljóð í strokkinn. Lýsti hann þá hvernig hann hefði tekið þátt í að bera kassana að kröfu Trumps. Reyndu að endurheimta skjölin með góðu í fleiri mánuði Fjöldi vitna í málinu hafa borið að þau hafi reynt að fá Trump til að vera samvinnuþýðan við þjóðskjalasafnið og dómsmálaráðuneytið eftir að það skarst í leikinn til þess að freista þess að endurheimta skjölin. Trump lét sér það mjálm sem vind um eyru þjóta. „Ég á þessi skjöl,“ á Trump að hafa sagt við ráðgjafa sinn. Eftir fleiri mánuði af því að þjóðskjalasafnið reyndi að fá Trump til að skila skjölunum sendi hann fimmtán kassa af gögnum til baka í janúar. Í þeim reyndust vera 184 skjöl sem voru merkt sem leynileg, þar á meðal 25 háleynileg. Eftir að honum barst stefna um skjölin afhentu lögmenn Trump 38 leyniskjöl, þar á meðal sautján sem voru merkt háleynileg, í júní. Héldu þeir því fram að ítarleg leit hefði verið gerð að leyniskjölum á Mar-a-Lago. Áður hefur verið sagt frá því að Trump hafi viljað að lögmennirnir fullyrtu að hann hefði þegar skilað öllum skjölunum en að það hafi þeir ekki viljað gera af ótta við að það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Þegar húsleitin var svo gerð í ágúst komu í ljós 103 leyniskjöl til viðbótar, þar á meðal átján háleynileg skjöl. Í einu þeirra voru meðal annars upplýsingar um hernaðargetu erlends ríkis, þar á meðal kjarnorkuvopnaforða þess. Lögmenn Trump reyna nú að tefja sakamálarannsóknina vegna skjalanna fyrir dómstólum. Trump sjálfur hefur borið fyrir afsakanir af ýmsu tagi. Hann hafi í raun aflétt leynd af leyniskjölunum, þrátt fyrir að engin gögn hafi komið fram sem styðji það, og að hann hafi hvað sem öðru líður rétt á að halda skjölunum. Þá hefur hann sakað fulltrúa FBI um að koma fyrir sönnunargögnum við húsleitina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51
Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41