Ókyrrð í Kína eftir eins manns mótmæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:28 Mótmælin hafa vakið gríðarlega athygli. Twitter Kínversk stjórnvöld hafa undanfarna daga unnið dag og nótt að því að ritskoða umræður á samfélagsmiðlum um mótmæli sem fóru fram í Peking í gær. Mótmælendur hafa krafist þess að Xi Jinping, leiðtoga landsins, verði komið frá völdum en aðeins nokkrir dagar eru í að þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram. Mótmælandi hafði skrifað skilaboð sín stórum stöfum á hvíta borða sem hann hengdi á Sitong brúna í Peking í gær og hafði þar greinilega verið kveiktur eldur sömuleiðis. Myndir og myndbönd af borðunum fóru eins og eldur í sinu um netheima. Mikil umferð er þá undir brúna en hún er í í Haidian hverfinu, sem er fjölfarið. „Við viljum mat, ekki PCR próf. Við viljum frelsi, ekki útgöngubann. Við viljum virðingu, ekki lygar. Við viljum umbætur, ekki Menningarbyltingu. Við viljum kjósa, ekki [valinn] leiðtoga. Við viljum vera borgarar, ekki þrælar,“ sagði á einum borðanum. Á öðrum var kallað eftir því að fólk sniðgengi skóla, legði niður störf og að Xi verði komið frá völdum. Myndirnar fóru hratt í dreifingu um vestræna samfélagsmiðla en þær voru fljótt fjarlægðar af þeim kínversku. Færslur sem innihéldu orðin „Peking“, „brú“ og „Haidan“ voru fjarlægðar samstundis og lag, sem inniheldur nafn brúarinnar, var fljótt fjarlægt af streymisveitum. Sitong Bridge, Haidian District, Beijing, a man displayed banners and shouted slogans against Xi Jinping. He had been arrested and voice disappeared, but maybe in the future, everyone who crosses this bridge will remember that there was once a man...#TheGreatTranslationMovement pic.twitter.com/Fr20sF9XFK— The Great Translation Movement (@TGTM_Official) October 13, 2022 Á Twitter sögðu sumir að aðgöngum þeirra á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat hafi verið lokað eftir að þeir deildu myndum af mótmælunum. A banner against Xi Jinping is raised at Sitong Bridge, Haidian District, Beijing.Admire the courage of this man, but when the giant ship sank, the screams of the passengers were only the meaning of tragedy.#TheGreatTranslationMovement pic.twitter.com/tMt4spulZR— The Great Translation Movement (@TGTM_Official) October 13, 2022 Mótmælin vöktu gríðarlega athygli í Kína, enda mjög sjaldgæft að fólk mótmæli stjórnvöldum opinberlega. Í morgun voru Kínverjar farnir að ræða atvikið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu „Ég sá það“. Þar hefur fólk ekki rætt mótmælin berum orðum en vísað til þeirra. Meira en 180 þúsund höfðu tekið þátt í umræðum með notkun myllumerkisins í morgun en því hefur nú verið eytt. Photos online purport to show a rare protest in Beijing s Haidian district just ahead of the 20th Party Congress. Extraordinary given pre-Congress security + surveillanceAmong the slogans: Don t want PCR tests, want to eat Don t want a Cultural revolution, want reforms pic.twitter.com/9RwyDb36RM— Bill Birtles (@billbirtles) October 13, 2022 Margir vísuðu í umræðunum í morgun til lagatexta lagsins Do you hear the people sing? úr söngleiknum Vesalingunum sem varð mjög vinsæll baráttusöngur í Hong Kong árið 2019 og var bannað tímabundið vegna þess. Margir vísuðu þá til frægra orða Mao Zedong um að lítill neysti geti kveikt mikinn eld. Þá hafa miklar umræður skapast um hver mótmælandinn sé en svo virðist sem hann hafi verið einn á ferð. Tímasetning mótmælanna er þá merkingarþrungin en þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram eftir helgi og munu þúsundir flokksmanna koma saman á þinginu fyrir viku af fundarhöldum. Líklegt er talið að Xi verði skipaður leiðtogi flokksins í þriðja sinn. Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Mótmælandi hafði skrifað skilaboð sín stórum stöfum á hvíta borða sem hann hengdi á Sitong brúna í Peking í gær og hafði þar greinilega verið kveiktur eldur sömuleiðis. Myndir og myndbönd af borðunum fóru eins og eldur í sinu um netheima. Mikil umferð er þá undir brúna en hún er í í Haidian hverfinu, sem er fjölfarið. „Við viljum mat, ekki PCR próf. Við viljum frelsi, ekki útgöngubann. Við viljum virðingu, ekki lygar. Við viljum umbætur, ekki Menningarbyltingu. Við viljum kjósa, ekki [valinn] leiðtoga. Við viljum vera borgarar, ekki þrælar,“ sagði á einum borðanum. Á öðrum var kallað eftir því að fólk sniðgengi skóla, legði niður störf og að Xi verði komið frá völdum. Myndirnar fóru hratt í dreifingu um vestræna samfélagsmiðla en þær voru fljótt fjarlægðar af þeim kínversku. Færslur sem innihéldu orðin „Peking“, „brú“ og „Haidan“ voru fjarlægðar samstundis og lag, sem inniheldur nafn brúarinnar, var fljótt fjarlægt af streymisveitum. Sitong Bridge, Haidian District, Beijing, a man displayed banners and shouted slogans against Xi Jinping. He had been arrested and voice disappeared, but maybe in the future, everyone who crosses this bridge will remember that there was once a man...#TheGreatTranslationMovement pic.twitter.com/Fr20sF9XFK— The Great Translation Movement (@TGTM_Official) October 13, 2022 Á Twitter sögðu sumir að aðgöngum þeirra á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat hafi verið lokað eftir að þeir deildu myndum af mótmælunum. A banner against Xi Jinping is raised at Sitong Bridge, Haidian District, Beijing.Admire the courage of this man, but when the giant ship sank, the screams of the passengers were only the meaning of tragedy.#TheGreatTranslationMovement pic.twitter.com/tMt4spulZR— The Great Translation Movement (@TGTM_Official) October 13, 2022 Mótmælin vöktu gríðarlega athygli í Kína, enda mjög sjaldgæft að fólk mótmæli stjórnvöldum opinberlega. Í morgun voru Kínverjar farnir að ræða atvikið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu „Ég sá það“. Þar hefur fólk ekki rætt mótmælin berum orðum en vísað til þeirra. Meira en 180 þúsund höfðu tekið þátt í umræðum með notkun myllumerkisins í morgun en því hefur nú verið eytt. Photos online purport to show a rare protest in Beijing s Haidian district just ahead of the 20th Party Congress. Extraordinary given pre-Congress security + surveillanceAmong the slogans: Don t want PCR tests, want to eat Don t want a Cultural revolution, want reforms pic.twitter.com/9RwyDb36RM— Bill Birtles (@billbirtles) October 13, 2022 Margir vísuðu í umræðunum í morgun til lagatexta lagsins Do you hear the people sing? úr söngleiknum Vesalingunum sem varð mjög vinsæll baráttusöngur í Hong Kong árið 2019 og var bannað tímabundið vegna þess. Margir vísuðu þá til frægra orða Mao Zedong um að lítill neysti geti kveikt mikinn eld. Þá hafa miklar umræður skapast um hver mótmælandinn sé en svo virðist sem hann hafi verið einn á ferð. Tímasetning mótmælanna er þá merkingarþrungin en þjóðþing kommúnistaflokksins fer fram eftir helgi og munu þúsundir flokksmanna koma saman á þinginu fyrir viku af fundarhöldum. Líklegt er talið að Xi verði skipaður leiðtogi flokksins í þriðja sinn.
Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira