Erlent

Truss rekur fjár­mála­ráð­herrann úr em­bætti

Atli Ísleifsson skrifar
Kwasi Kwarteng mætti til fundar í Downingstræti 10 á tólfta tímanum í morgun.
Kwasi Kwarteng mætti til fundar í Downingstræti 10 á tólfta tímanum í morgun. AP

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti.

BBC segir frá þessu. Kwarteng frestaði í morgun ferð sinni til bandarísku höfuðborgarinnar Washington þar sem hann hugðist sækja fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Kwarteng og Truss hafa bæði sætt mikilli gagnrýni síðustu dagana vegna fjármálafrumvarp síns þar sem mestu skattalækkanirnar í fimmtíu ár og gríðarlegar lántökur voru boðaðar. Á sama tíma glíma Bretar við mikla efnahagskreppu, hækkandi vexti og mikla verðbólgu. Frumvarpið hefur valdið gríðarlegum titringi á fjármála- og húsnæðismarkaði í Bretlandi.

Kwasi Kwarteng og Liz Truss í Birmingham fyrr í mánuðinum.AP

Brottreksturinn þýðir að hinn 47 ára Kwarteng skipi annað sæti á lista þeirra sem gegnt hafa embætti fjármálaráðherra Bretlands í stystan tíma, en hann tók við embættinu þann 6. september síðastliðinn. 

Sá sem skipar efsta sæti listans er Iain Macleod en hann lést af völdum hjartaáfalls árið 1970 eftir þrjátíu daga í embætti.


Tengdar fréttir

Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“

Draga um­deilda tekju­skatt­s­lækkun til baka

Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×