Tryggjum aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Steinunn Bergmann skrifar 14. október 2022 14:30 Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert víðsvegar um heim til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð fólks með geðrænar áskornir. Margt hefur áunnist á þeim þremur áratugum síðan Alþjóðasamtök um geðheilsu vöktu athygli á málefninu. Öll þurfum við á heilbrigðisþjónustu að halda á lífsins leið og er aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu ein af forsendum velferðar. Geðheilbrigðismál hafa í gegnum tíðina farið halloka þegar kemur að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi og því þótti ástæða til að vinna sérstaka stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2020 og var hún samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Megináhersla var á samþættingu þjónustu og tengingu við fjölskyldur, auk áherslu á geðrækt og forvarnir þar sem sérstaklega var vikið að börnum og ungmennum ásamt margvíslegum jaðarhópum og æviskeiðum. Í þessum anda hafa þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar verið byggð upp víða um land og hafa félagsráðgjafar gengt mikilvægu hlutverki í teymunum. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er horft á heilsu í víðu samhengi og bent á áhrif umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Jafnframt er bent á mikilvægi góðs velferðarkerfis og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Í stefnunni er vikið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem Ísland tekur þátt í að hrinda í framkvæmd í samvinnu við aðrar þjóðir. Heimsmarkmiðin sautján eiga að stuðla að friði og frelsi í heiminum og er útrýming fátæktar eitt af stóru verkefnunum á heimsvísu. Ný stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2022 og tekur hún mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu. Í stefnunni er lögð áhersla á að hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og aukinn stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Tengsl milli fjárhagsvanda og geðrænna áskorana Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli þess að eiga í fjárhagsþrengingum og margs konar geðrænna áskorana. Það hefur einnig verið sýnt fram á að atvinnuleysi er áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðunar en þar vegi tekjuskerðing þyngra en sjálfur atvinnumissirinn. Rannsóknir sýna einnig að efnahagskreppa hefur slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir, 2021). Því er mikilvægt að tryggja aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, bæði innan heilsugæslu og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Fáir félagsráðgjafar starfa innan almennrar heilsugæslu og er brýn þörf á að fjölga þeim þar líkt og gert hefur verið í geðheilsuteymum heilsugæslunnar. Aðgengi að þjónustu óháð tekjum Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum og öðrum hópum sem eru með sálfélagslegan vanda og nýta þar víðtæka þekkingu sína og fjölbreyttar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni. Félagsráðgjafar starfa meðal annars innan félagsþjónustu sveitarfélaga og hafa þróað margvísleg úrræði til að koma til móts við fólk með geðrænar áskoranir. Þeir eru einnig með einkastofur og bjóða upp á viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda. Með einkarekstri eykst aðgengi að þjónustu og einnig valfrelsi til að velja fagaðila sem hentar og því mikilvægt að greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga nái yfir viðtalsmeðferð félagsráðgjafa. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar sbr. grein 21. a. þar sem segir að Sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um. Er nú beðið eftir að ráðherra setji reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar og veiti fjármagni til þjónustunnar. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun