Hvalaskoðunarskúr sem hefur ekkert með hvalaskoðun að gera Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:09 Skúrinn var byggður á höfninni. Vísir/Vilhelm Búið er að koma fyrir skúr sem við fyrstu lítur út fyrir að eiga að hýsa hvalaskoðunarfyrirtæki á bryggju við Reykjavíkurhöfn. Skúrinn er þó ekki fyrir ferðamenn heldur er leikmynd fyrir íslenska sjónvarpsþáttaröð sem kemur út á næsta ári. Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Skúrinn er vel merktur og á honum stendur „Whale watching tours“. Þá er sagt að fyrirtækið sem nýtir sér skúrinn hafi verið stofnað árið 1998 og sé opið milli klukkan níu á morgnana til klukkan sex á kvöldin. Það er framleiðslufyrirtækið Polarama sem ber ábyrgð á skúrnum en hann verður notaður við tökur á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Heima er best sem kemur út á næstunni. Tinna Hrafnsdóttir er leikstjóri þáttanna en hún ræddi þá nýlega í viðtali við Einkalífið hér á Vísi. Í samtali við fréttastofu segir Kidda Rokk, einn eigenda Polarama sem er aðalframleiðandi þáttanna, að skúrinn sé einn af lykiltökustöðum þáttanna. „Sögusvið þáttanna er að miklu leiti til í hvalaskoðunarfyrirtæki. Til að gera söguna og sögusviðið trúverðugt þá nýttum við til kvikmyndatökunnar útlit leikmyndarinnar að utanverðu en leikum líka inni í leikmyndinni. Með þessu gátum við stjórnað tæknilegum þáttum betur og einnig hannað leikmyndina á þann hátt sem við vildum sýna áhorfendum. Þetta er í rauninni eins og lítill sumarbústaður sem við byggðum niðri á bryggju,“ segir Kidda. Til þess að passa að skúrinn hverfi ekki út á haf í íslenskri veðráttu þurfti að notast við áhugaverða aðferð. „Við notum sömu aðferðarfræði í uppsetningunni á þessu húsi og þegar við erum að byggja leikmyndir uppi á jöklum eða hálendi. Í staðinn fyrir að steypa staura, sem er ekki hægt á bryggjunni, þá eru undirstöður hússins mjög þungar ballestar,“ segir Kidda. Tökur á þáttunum eru hafnar og munu halda áfram í haust. Ekki er komin nákvæm tímasetning á hvenær fólk getur horft á þættina. Þeir verða sýndir á Sjónvarpi Símans.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. 12. september 2022 09:40