Robbie Coltrane er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 16:58 Robbie Coltrane er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum um Harry Potter. Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003. Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
BBC greinir frá þessu. Coltrane hóf leikferil sinn árið 1978 þegar hann lék í leikritinu The Slab Boys í Traverse-leikhúsinu í Edinborg. Árið eftir færði hann sig yfir á sjónvarpsskjáinn og var með lítið hlutverk í þáttunum Play for Today og árið 1980 lék hann enn minn hlutverk í kvikmyndinni Flash Gordon. Robbie ColtraneGetty/Ilya S. Savenok Það var síðan árið 1983 sem ferill hans fór á flug þegar hann lék í kvikmyndunum Ghost Dance og Krull. Seinna meir lék hann í myndum á borð við Caravaggio, Eat The Rich, Henry V og The Pope Must Die. Á tíunda áratugnum lék hann mafíósann og samstarfsmann aðalhetjunnar Valentin Zukovsky í James Bond-myndunum Goldeneye og The world is not enough. Framleiðendur kvikmyndaflokksins minnast Coltrane með hlýhug. Árið 2001 fékk hann síðan hlutverk Rubeus Hagrid í kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn. Áhorfendur urðu strax ástfangnir af dularfulla hálftröllinu sem hann lék og varð hann einn ástkærasti leikari Bretlandseyja upp úr því. Hann átti eftir að leika Hagrid í sjö kvikmyndum til viðbótar á árunum 2002 til 2011. Árið 2014 lék hann í kvikmyndinni Effie Gray sem var hans síðasta hlutverk á hvíta tjaldinu. Greint hafði verið frá því fyrir nokkrum árum síðan að Coltrane glímdi við alvarlegan heilsubrest. Hann var með slitgigt sem fór versnandi með árunum og glímdi við mikinn sársauka vegna þess. Sársaukinn var í raun svo mikill að síðustu ár ævi Coltrane var hann í hjólastól mest allan daginn. Coltrane lætur eftir sig tvö börn. Hann eignaðist þau bæði með fyrrverandi eiginkonu sinni Rhona Gemmel. Þau giftu sig árið 1999 en skildu árið 2003.
Bíó og sjónvarp Andlát Bretland James Bond Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira