„Afbrota forvarnir“ eru það njósnir? Davíð Bergmann skrifar 14. október 2022 20:00 Ég hef meira og minna helgað minni starfsævi forvörnum og meðferðavinnu með ungmennum eða síðan árið 1994 þegar ég hóf störf hjá Útideildinni og ég starfa en að forvörnum ungmenna í dag hjá Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Ég skal alveg viðurkenna það hér að það fauk í mig þegar ég heyrði fyrst orðið afbrota forvarnir sér í lagi í hvaða samhengi það var sett. Dómsmálaráðherra landsins skellti þessu fram og mér fannst hann gjaldfella orðið forvarnir því það er notað í tengslum við forvirkar rannsóknar heimildir hjá lögreglu. Sem ég hélt að kallast njósnir á íslensku en ekki forvarnir. Eru það ekki miklu frekar sérstök aðgerð lögreglu en forvarnir. Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum það þarf ekkert að setja þetta í annan búning og við höfum ekki efn á því að gjaldfella jafn sterkt orð eins og forvarnir með þessum hætti. Þegar ég heyrði orðið fyrst afbrota forvarnir rann í gegnum hugann á mér „Jæja nú á loksins að fara taka á vanda ungra afbrotamanna af alvöru“ Sem margir hafa bent á svo áratugum skiptir á og ég er einn af þeim, svo að þeir/þær og sér í lagi ungir afbrotamenn tengi við orsök og afleiðinga afbrota sinna. Þá kannski þeir/þær átti sig á því hvað það þýðir í raun að velja sér afbrota lífsstílinn. Tóku þið eftir orðinu sem ég valdi „velja sér“ Af hverju notaði ég það, jú vegna þess að við höfum öll val líka þeir sem velja afbrota brautina það er engin fæddur glæpamaður þetta er lærð hegðun. Fyrir 27 árum síðan var ég viðstaddur yfirheyrslu sem starfsmaður útideildarinnar sem var starfrækt af Unglingadeild Félagsmálastofnunnar Reykjavíkur. Sú yfirheyrsla er mér mjög minnisstæð fyrir það eitt hvernig móðirin reyndi að afsaka aðkomu barnsins að afbrotinu sem það framdi. „Æi hann hefur lent í svo slæmum félagsskap“ Sagði hún afsakandi, þá spurði ég drenginn „fórstu í flugvél og settir á þig fallhlíf og varst svo óheppinn að lenda í slæmum félagsskap“ Eflaust sagði hún þetta til að fegra drenginn sinn og gera minna úr hans hlutdeild í verknaðinum sem var engum til tekna og allra síst þessum dreng sem valdi neyslu og afbrotaveginn til framtíðar og hefur síðustu áratugi verið með annan fótinn í fangelsum landsins og hefur framið mjög alvarlega glæpi svo það hefur sett hroll að fólki. Nei þetta er eins og alltaf líkur sækir líkan heim í þessu eins og í öllu öðru. Ég ætla samt ekki að eyða orkunni minni meira í það að orðhöggvast yfir þessu heldur ætla ég að skrifa um þriðja stigs forvörn sem ég myndi kalla afbrota forvarnir með réttnefni og einbeita mér að ungmennum sem eru farin á afbrotabraut. Fyrir nokkrum dögum síðan kom fangelsismálastjóri fram í fjölmiðlum og sagði öll fangelsin væru full. Það væri ekki til menntað starfsfólk til að vinna í fangelsum landsins og þetta ástand skapaði hættulegt starfsumhverfi fyrir fangaverði og fanga líka. Eins myndu biðlistar aukast fyrir þá sem eiga eftir að afplána dóma sína. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart því við erum með allt niðrum okkur í fangelsismálum hér á landi, og það erum við líka með þegar kemur að vinnslu ungra afbrotamanna áður en þeir/þær fara inn í fangelsin og það hefur verið þannig í áratugi hér á landi þó svo það hafi verið reynt í áratugi að benta á það með litlum árangri. Hvað er þá til ráða að vopnvæða lögregluna er það svarið til lengri tíma litið? Ég treysti mér ekki að hafa skoðun á því en eitt veit ég að við getum gert svo miklu miklu betur í afbrota forvörnum hér á landi án þess að njósna og vopnvæða. Hvað með að búa til samvinnu milli aðila sem koma að afbrotum ungmenna með markvissari hætti eins og til að mynda með félagsmálayfirvöldum, lögreglu, fangelsismálayfirvöldum /fyrrverandi fangar sem hafa sagt skilið við afbrot og eru góðar fyrirmyndir, sjúkraflutningamenn, heilbrigðisþjónustunni og jafnvel tryggingafélög sem koma að bótarétti og að sjálfsögðu dómstólum landsins. Ég er sannfærður ef þetta væri útfært rétt það myndi draga úr afbrotatíðni til lengri tíma litið og útgjöldum til þess málaflokks og þjáningum fólks myndi minnka. Lögreglan þyrfti minna á vopnum á að halda í framtíðinni, en það er ekki raunhæft nema að það sé lagt nægt fjármagn í þetta verkefni strax í byrjun. Kannski var viðhorf móður drengsins í yfirheyrslunni fyrir 27 árum síðan að endurspegla viðhorf okkar til þessa málaflokks í dag. Ég árétta það hér við getum gert miklu miklu betur í þessum málaflokki. Þegar rannsóknir sína fram á það að ofbeldi sé að aukast í grunnskólum landsins og agaleysi og kennarar kvíða fyrir því koma til vinnu og jafnvel leggjast í kulnun þess vegna þá erum við á skrýtnum stað finnst mér. Eins að aukin hnífaburður meðal ungmenna eins og fréttir síðustu ára bera glöggt merki um og grófara ofbeldi eitthvað sem á að taka alvarlega og gera eitthvað í. Það að lögreglan telji sig geta ekki sinnt störfum sínum nema vera með taiserbyssum þá hljóta það að vera aðvörunarmerki kannski þarf að koma með aðra nálgun í þessum málaflokki. En þurfum við ekki að byrja á réttum enda? Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Börn og uppeldi Davíð Bergmann Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef meira og minna helgað minni starfsævi forvörnum og meðferðavinnu með ungmennum eða síðan árið 1994 þegar ég hóf störf hjá Útideildinni og ég starfa en að forvörnum ungmenna í dag hjá Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Ég skal alveg viðurkenna það hér að það fauk í mig þegar ég heyrði fyrst orðið afbrota forvarnir sér í lagi í hvaða samhengi það var sett. Dómsmálaráðherra landsins skellti þessu fram og mér fannst hann gjaldfella orðið forvarnir því það er notað í tengslum við forvirkar rannsóknar heimildir hjá lögreglu. Sem ég hélt að kallast njósnir á íslensku en ekki forvarnir. Eru það ekki miklu frekar sérstök aðgerð lögreglu en forvarnir. Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum það þarf ekkert að setja þetta í annan búning og við höfum ekki efn á því að gjaldfella jafn sterkt orð eins og forvarnir með þessum hætti. Þegar ég heyrði orðið fyrst afbrota forvarnir rann í gegnum hugann á mér „Jæja nú á loksins að fara taka á vanda ungra afbrotamanna af alvöru“ Sem margir hafa bent á svo áratugum skiptir á og ég er einn af þeim, svo að þeir/þær og sér í lagi ungir afbrotamenn tengi við orsök og afleiðinga afbrota sinna. Þá kannski þeir/þær átti sig á því hvað það þýðir í raun að velja sér afbrota lífsstílinn. Tóku þið eftir orðinu sem ég valdi „velja sér“ Af hverju notaði ég það, jú vegna þess að við höfum öll val líka þeir sem velja afbrota brautina það er engin fæddur glæpamaður þetta er lærð hegðun. Fyrir 27 árum síðan var ég viðstaddur yfirheyrslu sem starfsmaður útideildarinnar sem var starfrækt af Unglingadeild Félagsmálastofnunnar Reykjavíkur. Sú yfirheyrsla er mér mjög minnisstæð fyrir það eitt hvernig móðirin reyndi að afsaka aðkomu barnsins að afbrotinu sem það framdi. „Æi hann hefur lent í svo slæmum félagsskap“ Sagði hún afsakandi, þá spurði ég drenginn „fórstu í flugvél og settir á þig fallhlíf og varst svo óheppinn að lenda í slæmum félagsskap“ Eflaust sagði hún þetta til að fegra drenginn sinn og gera minna úr hans hlutdeild í verknaðinum sem var engum til tekna og allra síst þessum dreng sem valdi neyslu og afbrotaveginn til framtíðar og hefur síðustu áratugi verið með annan fótinn í fangelsum landsins og hefur framið mjög alvarlega glæpi svo það hefur sett hroll að fólki. Nei þetta er eins og alltaf líkur sækir líkan heim í þessu eins og í öllu öðru. Ég ætla samt ekki að eyða orkunni minni meira í það að orðhöggvast yfir þessu heldur ætla ég að skrifa um þriðja stigs forvörn sem ég myndi kalla afbrota forvarnir með réttnefni og einbeita mér að ungmennum sem eru farin á afbrotabraut. Fyrir nokkrum dögum síðan kom fangelsismálastjóri fram í fjölmiðlum og sagði öll fangelsin væru full. Það væri ekki til menntað starfsfólk til að vinna í fangelsum landsins og þetta ástand skapaði hættulegt starfsumhverfi fyrir fangaverði og fanga líka. Eins myndu biðlistar aukast fyrir þá sem eiga eftir að afplána dóma sína. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart því við erum með allt niðrum okkur í fangelsismálum hér á landi, og það erum við líka með þegar kemur að vinnslu ungra afbrotamanna áður en þeir/þær fara inn í fangelsin og það hefur verið þannig í áratugi hér á landi þó svo það hafi verið reynt í áratugi að benta á það með litlum árangri. Hvað er þá til ráða að vopnvæða lögregluna er það svarið til lengri tíma litið? Ég treysti mér ekki að hafa skoðun á því en eitt veit ég að við getum gert svo miklu miklu betur í afbrota forvörnum hér á landi án þess að njósna og vopnvæða. Hvað með að búa til samvinnu milli aðila sem koma að afbrotum ungmenna með markvissari hætti eins og til að mynda með félagsmálayfirvöldum, lögreglu, fangelsismálayfirvöldum /fyrrverandi fangar sem hafa sagt skilið við afbrot og eru góðar fyrirmyndir, sjúkraflutningamenn, heilbrigðisþjónustunni og jafnvel tryggingafélög sem koma að bótarétti og að sjálfsögðu dómstólum landsins. Ég er sannfærður ef þetta væri útfært rétt það myndi draga úr afbrotatíðni til lengri tíma litið og útgjöldum til þess málaflokks og þjáningum fólks myndi minnka. Lögreglan þyrfti minna á vopnum á að halda í framtíðinni, en það er ekki raunhæft nema að það sé lagt nægt fjármagn í þetta verkefni strax í byrjun. Kannski var viðhorf móður drengsins í yfirheyrslunni fyrir 27 árum síðan að endurspegla viðhorf okkar til þessa málaflokks í dag. Ég árétta það hér við getum gert miklu miklu betur í þessum málaflokki. Þegar rannsóknir sína fram á það að ofbeldi sé að aukast í grunnskólum landsins og agaleysi og kennarar kvíða fyrir því koma til vinnu og jafnvel leggjast í kulnun þess vegna þá erum við á skrýtnum stað finnst mér. Eins að aukin hnífaburður meðal ungmenna eins og fréttir síðustu ára bera glöggt merki um og grófara ofbeldi eitthvað sem á að taka alvarlega og gera eitthvað í. Það að lögreglan telji sig geta ekki sinnt störfum sínum nema vera með taiserbyssum þá hljóta það að vera aðvörunarmerki kannski þarf að koma með aðra nálgun í þessum málaflokki. En þurfum við ekki að byrja á réttum enda? Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun