Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 08:21 Daphne Caruana Galizia var myrt árið 2017. Þessi mynd var tekin árið á undan. AP/Jon Borg George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu. Degiorgio-bræðurnir neituðu báðir að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins en Galizia lést í sprengjuárás eftir að sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist um í. Hún var rannsóknarblaðamaður og hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist þáverandi forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat. Bræðurnir voru samt sem áður fundnir sekir og dæmdir í fjörutíu ára fangelsi. Vince Muscat, ekki skyldur forsætisráðherranum, hafði einnig fengið dóm fyrir málið. Hann játaði aðild og fékk fyrir vikið fimmtán ára dóm. „Ég er feginn að þeir hafi verið sakfelldir og dæmdir. Nú snýst allt um málin sem eru eftir,“ hefur AP-fréttastofan eftir Matthew Caruana Galizia, syni Daphne. Enn eru einhverjir sakborningar í málinu sem eftir á að dæmi í haldi lögreglu. Malta Tengdar fréttir Maltneska ríkið bar ábyrgð á dauða blaðamannsins Daphne Caruana Galizia Niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á dauða maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segja að maltnesk yfirvöld þurfi að taka ábyrgð á dauða hennar, eftir að hafa skapað menningu refsileysis í landinu. 29. júlí 2021 23:21 Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Degiorgio-bræðurnir neituðu báðir að hafa tekið þátt í skipulagningu morðsins en Galizia lést í sprengjuárás eftir að sprengja hafði verið falin í leigubíl sem hún ferðaðist um í. Hún var rannsóknarblaðamaður og hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist þáverandi forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat. Bræðurnir voru samt sem áður fundnir sekir og dæmdir í fjörutíu ára fangelsi. Vince Muscat, ekki skyldur forsætisráðherranum, hafði einnig fengið dóm fyrir málið. Hann játaði aðild og fékk fyrir vikið fimmtán ára dóm. „Ég er feginn að þeir hafi verið sakfelldir og dæmdir. Nú snýst allt um málin sem eru eftir,“ hefur AP-fréttastofan eftir Matthew Caruana Galizia, syni Daphne. Enn eru einhverjir sakborningar í málinu sem eftir á að dæmi í haldi lögreglu.
Malta Tengdar fréttir Maltneska ríkið bar ábyrgð á dauða blaðamannsins Daphne Caruana Galizia Niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á dauða maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segja að maltnesk yfirvöld þurfi að taka ábyrgð á dauða hennar, eftir að hafa skapað menningu refsileysis í landinu. 29. júlí 2021 23:21 Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22 Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Maltneska ríkið bar ábyrgð á dauða blaðamannsins Daphne Caruana Galizia Niðurstöður sjálfstæðrar rannsóknar á dauða maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segja að maltnesk yfirvöld þurfi að taka ábyrgð á dauða hennar, eftir að hafa skapað menningu refsileysis í landinu. 29. júlí 2021 23:21
Játar að hafa ráðið blaðakonuna Daphne Caruana Galizia af dögum Vince Muscat, einn af þremur mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017, hefur viðurkennt að hafa átt aðild að morðinu. Verjandi Muscat hefur upplýst dómara um að Muscat viðurkenni nú sök í öllum ákæruliðum. 23. febrúar 2021 14:22
Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01