Stofnun Alfred Wegeners verðlaunuð á Hringborði norðurslóða Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 19:11 Antje í stórkostlegu umhverfi á Grænlandi við samnefndan jökul. Vísir/RAX Stofnun Alfred Wegeners hlaut í kvöld verðlaun Hringborðs norðurslóða við hátíðlega athöfn í Hörpu en ráðstefnan hefur staðið þar yfir frá því á fimmtudag. Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stofnunin stóð að baki umfangsmiklum leiðangri um norðurskautið árið 2019 þar sem hundrað manna áhöfn jökla-, umhverfis- og náttúrurfræðinga um borð í skipinu Polarstern safnaði umfangsmiklum gögnum um norðurskautsísinn á eins árs tímabili. Gögnin eru nú aðgengileg öllum í opnu gagnasafni rannsóknastofnunarinnar sem er nefnd í höfuðið á þýska jöklafræðingnum Alfred Wegener. Hann er jafnframt meðal fyrstu pólfara sögunnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingum og stofunum sem talin eru hafa lagt sitt af mörkum til umhverfismála og baráttu gegn loftslagsvánni, af því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Hringborðs norðurslóða. Árið 2016 voru verðlaunin fyrst veitt Ban Ki-moon, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 hlaut John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna svo sömu viðurkenningu. Antje Boetius, framkvæmdastjóri Alfred Wegener stofnunarinnar, segir þessa viðurkenningu tilheyra öllum vísindamönnum. Nú sem fyrr sé mikilvægt að reyna að skilja hvað er að eiga sér stað og afhjúpa hvað framtíðin geti borið í skauti sér. Norðurslóðir séu einstakt umhverfi sem mæti miklum áskorunum vegna hnattrænar hlýnunar og séu heimili ótal menningarhópa. Markus Rex, vísindamaður hjá Alfred Wegener stofnuninni, segir verðlaunin vera mikinn heiður og telur að þau muni hjálpa stofnuninni að vera sterkari rödd fyrir norðurslóðir og gera þær sýnilegri. Heimshlutinn sé miðpunktur loftslagsbreytinga þar sem hlýnun eigi sér stað hvað hraðast og því sé mikilvægt að vekja athygli á stöðu mála þar á heimssviðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00