Erlent

Leigu­bíl­stjóri skotinn til bana

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leitarhundar hafa meðal annars verið notaðir.
Leitarhundar hafa meðal annars verið notaðir. EPA-EFE/Björn Larsson Rosvall

Leigubílstjóri var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Tilkynningar um skotárás bárust lögreglu klukkan 3.30 og lík bílstjórans fannst á bílastæði í hverfinu Bergsjön. 

Leigubílstjórinn var nýbúinn í vinnunni þegar skotið var á hann. Búið er að girða vettvanginn af og lögregla vinnur að rannsókn. Maðurinn er ekki kunningi lögreglu og hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða.

Við leitina eru meðal annars notaðir leitarhundar og bankað hefur verið upp á í húsum í nágrenninu þar sem leitað er að mögulegum vitnum. Enginn er grunaður um ódæðið að svo stöddu.

Skotárásin er 53. mannskæða skotárásin í Svíþjóð árið 2022. SVT greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×