Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Árni Sæberg skrifar 16. október 2022 21:24 Auk hljóðfæranna var ljósabúnaði stolið af Steinunni Eldflaug. Aðsend Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com. Reykjavík Tónlist Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com.
Reykjavík Tónlist Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira