BBC hefur eftir ráðherra hamfarastjórnunar í landinu að yfirvöld í fjölda héraða hafi verið illa undirbúin undir hamfarirnar.
Um 1,3 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og þá hafa um 200 þúsund heimili eyðilagst í hamförunum. Reiknað er með að flóðin muni halda áfram til loka nóvembermánaðar.
Nígeríumenn eru vanir flóðum á þessum árstíma en flóðin ár hafa verið umtalsvert verri en síðustu ár. Stjórnvöld segja að sérstaklega mikilli úrkomu og loftslagsbreytinum sé um að kenna.
Flóðin hafa kaffært stór svæði í 27 af 36 héruðum landsins.