Fundurinn hefst klukkan 12. Meðal þess sem kynnt verður er ný stofnun sem mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem mun koma í stað Menntamálastofnunar. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.
Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.