Engin óeining innan raða VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2022 12:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að umræðan um framtíð VR innan ASÍ verði tekin einn daginn. Vísir/Vilhelm Ekkert ósætti er innan stjórnar VR með ákvörðun formannsins um að ganga út af þingi Alþýðusambandsins eða bollaleggingar hans um að draga VR úr Alþýðusambandinu. Sú umræðamun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjarasamningsviðræðurnar. Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Það stendur ekki til að VR gangi úr Alþýðusambandi Íslands eins og er. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur og mánuði velt upp þeirri spurningu hvort VR sé betur borgið utan ASÍ og þá dró hann framboð sitt til forseta ASÍ til baka í síðustu viku og gekk út af þingi sambandsins. Hann ítrekar nú að ekki sé á dagskrá eins og er að ganga með félagið úr sambandinu. „Öll umræða um Alþýðusambandið verður bara að bíða betri tíma og hún verður bara tekin þegar að rykið fer að setjast og hlutirnir róast. Þá munum við bara ræða það í okkar tíma,“ segir Ragnar Þór. Félagið mun nú eingöngu einbeita sér að kjarasamningum sem verða lausir um mánaðamótin. Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins hittast á morgun á formlegum fundi. Ragnar segir þó að á endanum muni VR ræða framtíð sína innan ASÍ. „Jú, jú, auðvitað munum við þurfa að fara svona yfir stöðuna og bara gera það með okkar stjórn og okkar trúnaðarráði. Ég get svo sem ekkert sagt til um hvað kemur út úr því samtali en við erum bara núna að einbeita okkur að kjarasamningunum fyrst og fremst,“ segir Ragnar Þór. Skiptar skoðanir en sameinuð forysta Morgunblaðið greindi frá því í morgun að kurr væri innan VR vegna þessara hugmynda formannsins. Sjö stjórnarmenn VR af 15 hefðu setið eftir á þinginu þegar Ragnar gekk þaðan út á miðvikudaginn. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að innan stjórnarinnar sé enginn ágreiningur og stjórnarmennirnir hafi setið eftir til að ljúka sínu starfi í ýmsum nefndum og samræðuhópum. Ragnar tekur einnig fyrir að óeining sé innan stjórnarinnar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir innan okkar raða en við erum samheldinn hópur og okkur hefur gengið alveg gríðarlega vel þannig að það var enginn klofningur þar,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stjórnin alls ekki mótfallin því að umræðan um framtíð VR innan ASÍ. Nýr formaður verður kjörinn innan VR í mars á næsta ári. Ragnar segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort hann ætli að sækjast eftir áframhaldandi setu sem formaður eftir að hann hætti við framboð til forsetaembættis Alþýðusambandsins.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira