Nefndin, sem er á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á þeim fjórum árum sem hann var forseti hafi Trump farið rúmlega fimm hundruð ferðir á hótel eða sveitarklúbba í hans eigu.
Þessar ferðir kostuðu ríkið töluvert af peningum, sem rötuðu í hirslur fyrirtækis forsetans.
AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu frá Trump Organization sé því hafnað að fyrirtækið hafi grætt á veru lífvarða forsetans í eignum þess. Herbergi hafi verið leigð til þeirra á kostnaðarverði eða með miklum afslætti.
Eric Trump, sonur forsetans fyrrverandi, segir fjölskyldu sína líklega fyrstu forsetafjölskylduna í sögu Bandaríkjanna sem hafi ekki hagnast á ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Trump var ítrekað gagnrýndur af Demókrötum og and-spillingarsamtökum í Bandaríkjunum fyrir að reyna að hagnast á forsetaembætti sínu. Fyrir utan ítrekaðar ferðir til eigin hótela og sveitarklúbba tók Trump á móti öðrum þjóðarleiðtogum á þessum stöðum.
Hann reyndi einnig að halda G-7 fund í National Doral sveitarklúbbi sínum í Flórída.
Sjá einnig: Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn
Í niðurstöðum nefndarinnar segir að bandarískir skattgreiðendur hafi, í gegnum lífverði forsetans, greitt fyrirtæki hans minnst 1,4 miljónir dala. Líklega sé raunverulega upphæðin þó nokkuð hærri þar sem upplýsingarnar sem nefndin fékk ná eingöngu yfir forsetatíð Trumps og innihéldu ekki gögn um allan kostnað lífvarða hans á eignum hans né ferðir hans erlendis.
Þá ná gögnin ekki yfir fjárflæði lífvarðasveitarinnar til fyrirtækis Trumps eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu og í Mar-a-Lago, sveitarklúbb sinn í Flórída, þar sem hann hefur búið síðan.
The new documents indicate that Trump-owned properties repeatedly charged the Secret Service nightly rates FAR in excess of government per diem rates, including rates as high as $1,100 per room.
— Oversight Committee (@OversightDems) October 17, 2022