Köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar Natan Kolbeinsson skrifar 18. október 2022 11:01 Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Natan Kolbeinsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun