Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:58 Kanye virðist ætla að halda áfram að vera eins umdeildur og hann getur. EPA/Ringo Chiu Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar. Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Kanye hefur glímt við andleg veikindi síðustu ár og virðist alltaf ganga lengra og lengra með uppátækjum sínum. Nýlega birti hann myndir af sér í bol sem stóð á White Lifes Matter og hefur hann verið bannaður á samfélagsmiðlum Meta, til dæmis Instagram og Facebook. Í hlaðvarpsþættinum Drink Champs á dögunum sagðist Kanye efast um að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafi valdið dauða Floyd. Chauvin var í fyrrasumar dæmdur í rúmlega 22 ára fangelsi fyrir að krjúpa á hálsi Floyd með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Alls var hné hans á hálsi floyd í níu og hálfa mínútu. Í þættinum sagðist Kanye hafa horft á nýútgefna heimildarmynd Candace Owens sem heitir The Greatest Lie Ever Sold: George Floyd and the Rise of BLM. Þar er rætt meðal annars við herbergisfélaga Floyd sem segja hann hafa verið undir áhrifum fentanyl þegar hann lést. Kanye West says George Floyd passed away because of fentanyl and that the cop s knee wasn t even on his neck like that pic.twitter.com/sVKy3VK35O— Kurrco (@Kurrco) October 16, 2022 „Ef þú horfir aftur, þá sérðu að hné mannsins var ekki einu sinni svo mikið á hálsinum,“ sagði Kanye og gaf í skyn að Floyd hafi látið lífið vegna eiturlyfjanna sem hann var á. Samkvæmt lögmanni Floyd-fjölskyldunnar er verið að skoða að fara í mál við Kanye vegna ummælanna. „Ég hef sett saman teymi til að rannsaka fullyrðingar hans og til að rannsaka uppruna þessara fullyrðinga,“ hefur CNN eftir lögmanni fjölskyldunnar.
Dauði George Floyd Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Tengdar fréttir Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50 Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06 Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28. júlí 2022 10:50
Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. 25. júní 2021 20:06
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05