Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 07:30 Kjartan Henry Finnbogason er ekki sáttur með hvernig ferli hans hjá KR lauk. vísir/hulda margrét Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra. Besta deild karla KR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra.
Besta deild karla KR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram