Mega nú ferðast með gæludýrin í búrum á útisvæði Herjólfs Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 11:32 Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Vísir/Jóhann K. Farþegar Herjólfs mega nú fara með gæludýr í búrum upp á útisvæði ferjunnar á meðan á siglingu stendur. Áður þurftu þurfti gæludýraeigendur að geyma gæludýr sín í bílnum eða þá í sérstöku herbergi á bíladekki. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi. Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að breytingar hafi verið gerðar á reglum fyrir um mánuði og að þetta sé leið til að bjóða fólki að vera með gæludýrin sín hjá sér á meðan á siglingu stendur. Mikil umræða spratt upp meðal gæludýraeigenda um reglurnar eftir að bílalyfta ferjunnar kramdi tvö ökutæki þegar ferjan var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn í ágúst síðastliðnum. Hörður Orri segir að hann hafi átt fundi með fólki í Vestmannaeyjum áður en atvikið átti sér stað í ágúst. „Þetta hafði verið í umræðunni lengi en eigum við ekki að segja að umræðan um gæludýrin hafi farið á flug eftir það slys.“ Hörður Örri segir að einhverjir gæludýraeigendur hafi nýtt sér þennan nýja möguleika og aðrir ekki. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir á þessu meðal gæludýraeigenda líka. Hvort það sé nógu langt gengið, en svo eru líka margir sem vilja frekar hafa dýrin sín í bílum sínum þar sem þau þekkja til og eru örugg.“ Hann segir að engar formlegar kvartanir hafi borist til sín eftir að hinar nýju reglur tóku gildi. Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Reglur Herjólfs um gæludýr Hundar og önnur dýr hafa alla tíð haft heimild til þess að ferðast með ferjunni en lausaganga þeirra er bönnuð og það á einnig við dýr í taum, því þarf að gera ráðstafanir hvernig það á að ferja dýrið á útisvæðið. Í boði stendur fyrir gæludýraeigendur að ferðast með gæludýr sitt í eigin búri á útisvæði ferjunnar eða í faratæki eiganda ef viðkomandi er að ferðast á slíku. Ábyrgðamenn gæludýra sem kjósa að notast við útisvæði ferjunnar skulu tryggja að gæludýr séu í lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða ef þess þarf og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Ábyrgðamenn gæludýra skulu hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Sérþjálfaðir og sérmerktir leiðsöguhundar eru undanskildir þessum reglum. Herjólfur ohf. leggur mikið upp úr ánægju farþega og reynir eftir bestu getu að stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavinarins á þjónustunni okkar. Herjólfur ohf. hefur alltaf lagt áherslu á að allir geti ferðast með ferjunni og haft hagsmuni allra farþega að leiðarljósi.
Herjólfur Gæludýr Vestmannaeyjar Landeyjahöfn Dýr Tengdar fréttir Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38 Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Gæludýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs. 15. ágúst 2022 16:38
Bílalyfta Herjólfs kramdi tvö ökutæki Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki. 15. ágúst 2022 12:36