Til skoðunar að taka í notkun breiðvirkara bóluefni gegn HPV Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2022 07:28 Gardasil verndar gegn fleiri tegundum HPV en Cervarix. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir þörf á því að skipta um bóluefni gegn HPV-veirunni hér á landi en hingað til hefur bóluefnið Cervarix verið boðið stúlkum við 12 ára aldur. Það ver gegn tveimur tegundum HPV-veirunnar og veitir um 70 prósenta vörn en hins vegar er annað bóluefni í boði erlendis, Gardasil, sem ver gegn níu tegundum HPV og veitir um 90 prósenta vörn. HPV-veiran á þátt í myndun leghálskrabbameins og er til staðar hjá langflestum þeirra sem greinast með sjúkdóminn eða forstigsbreytingar hans. Ástæða þess að Cervarix var valið fram yfir Gardasil í síðasta útboði var kostnaður. Maríanna Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þriggja barna móðir, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé miður að á Íslandi sé stúlkum ekki boðið upp á besta mögulega kostinn. Hún afþakkaði Cervarix fyrir dætur sínar og hafði samband við heimilislækni fjölskyldunnar sem pantaði Gardasil. „Við konur þekkjum allar konur sem hafa fengið frumubreytingar og margar sem hafa farið í keiluskurð. Ef við getum komið í veg fyrir þetta líkt og er gert með aðrar veirutegundir, af hverju þá ekki?“ Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, játar því að kvensjúkdómalæknar hafi sett sig í samband við landlæknisembættið vegna málsins. Það verði farið í útboð á næstu mánuðum og þá muni koma í ljós hvaða bóluefni verður á boðstólnum frá haustinu 2023. Fréttablaðið hefur eftir heilbrigðisráðherra að þörf sé á að breyta um bóluefni. Málið hafi verið til skoðunar hjá sóttvarnalæknir og niðurstöður fari að liggja fyrir. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Vísindi Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Það ver gegn tveimur tegundum HPV-veirunnar og veitir um 70 prósenta vörn en hins vegar er annað bóluefni í boði erlendis, Gardasil, sem ver gegn níu tegundum HPV og veitir um 90 prósenta vörn. HPV-veiran á þátt í myndun leghálskrabbameins og er til staðar hjá langflestum þeirra sem greinast með sjúkdóminn eða forstigsbreytingar hans. Ástæða þess að Cervarix var valið fram yfir Gardasil í síðasta útboði var kostnaður. Maríanna Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þriggja barna móðir, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé miður að á Íslandi sé stúlkum ekki boðið upp á besta mögulega kostinn. Hún afþakkaði Cervarix fyrir dætur sínar og hafði samband við heimilislækni fjölskyldunnar sem pantaði Gardasil. „Við konur þekkjum allar konur sem hafa fengið frumubreytingar og margar sem hafa farið í keiluskurð. Ef við getum komið í veg fyrir þetta líkt og er gert með aðrar veirutegundir, af hverju þá ekki?“ Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, játar því að kvensjúkdómalæknar hafi sett sig í samband við landlæknisembættið vegna málsins. Það verði farið í útboð á næstu mánuðum og þá muni koma í ljós hvaða bóluefni verður á boðstólnum frá haustinu 2023. Fréttablaðið hefur eftir heilbrigðisráðherra að þörf sé á að breyta um bóluefni. Málið hafi verið til skoðunar hjá sóttvarnalæknir og niðurstöður fari að liggja fyrir.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Vísindi Bólusetningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira