„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 09:58 Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar, segir að hin nýja íslenska sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Vísir/Vilhelm Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar. Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta segir Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Í grein sinni fjallar Ármann um fullveldi og sjálfstæði landsins og hætturnar sem að þeim steðja. Hann segir að í bili sé efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði Íslands ekki ógnað, þar sem ólíkt mörgum ríkjum álfunnar ríki hér ekki pólitísk kreppa og staða landsins í orkumálum sé betri en víða annars staðar. Hættur steðja að fullveldinu Þessi staða þýði þó ekki að engar hættur steðji að fullveldi Íslands. Mesta hættan felist í því að þrengt sé að íslensku af ofurvaldi ensku og hafi Íslendingar verið deigir við að kenna nýjum íbúum íslensku þó að mannekla sé á landinu. „Auðvitað tala nýir íbúar landsins ekki íslensku frá upphafi og ef ekki verður tekið á er hætt við að litlir hvatar verði til að þeir læri málið. Þar með er sjálfstæði Íslands auðvitað ógnað því að ef íslensk tunga og íslensk menning hverfur fækkar mjög rökunum fyrir því að þessi fámenna þjóð sé sjálfstæð. Hér fer því ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi,“ segir Ármann. Hagsmunamál fyrir okkur öll Ármann segir að vöxtur og viðhald íslensku sé því brýnt hagsmunamál fyrir okkur öll, ekkert ósvipað loftslaginu eða heilbrigðiskerfinu. Hann segir að úrræðið til að bregðast við þessu sé í raun einfalt. „[Ný] íslensk sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. Um leið þurfa þeir aukin tækifæri til að rækta menntun heimalandsins en hver einasta sál sem hingað flytur þyrfti að njóta ókeypis íslenskumenntunar á þeim tíma dags sem hentar og síðan framhaldsmenntunar sem hefur verið af skornum skammti. Þetta er það sem langflestir innflytjendur vilja sjálfir: einn innflytjandi hefur kallað það „meistaranám í höfnun“ að búa á Íslandi án þess að kunna tungumálið því að leiðin að samfélagslegri þátttöku liggur um málið. Nú er þörfin því brýn fyrir fleiri og betri tækifæri til íslenskunáms. Þessi nýja fullveldisbarátta verður sem betur fer ekki jafn kostnaðarsöm og baráttan við loftslagsógnina eða öldrun samfélagsins. En hún mun samt krefjast myndarlegs opinbers stuðnings. Enda er hér ekki um að ræða neitt smámál heldur fullveldi þjóðarinnar,“ segir Ármann, formaður Íslenskrar málnefndar.
Íslensk tunga Tengdar fréttir Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tungumálið er lykillinn að fullveldinu Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað. 19. október 2022 09:00