„Mér hefur liðið eins og ég sé að setja dagbókina mína út fyrir framan alþjóð“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2022 11:31 Silja Rós var að gefa út tónlistarmyndband við lagið Lie just to lie. Saga Sig Tónlistarkonan Silja Rós var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Lie just to lie en myndbandið er frumsýnt hér í pistlinum. Blaðamaður tók einnig púlsinn á Silju og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Hvaðan sækirðu innblástur í tónlistinni? Ég sæki mikið innblástur til listamanna á borð við Sabrinu Claudio, Jacob Collier, Jaz Karis og H.E.R. Ég myndi segja að mín tónlistarstefna hafi mikið mótast bæði í FÍH þegar ég var í jazz námi og líka í Kaupmannahöfn þar sem ég samdi aðallega popp tónlist fyrir mig og aðra listamenn. Ég myndi lýsa tónlistinni minni sem popptónlist með áhrifum frá RnB, soul & jazz og RnB Pop. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hvernig fór lagasmíðin fram fyrir Lie just to lie? Ég og René sömdum lagið Lie just to lie haustið 2020 en þá höfðum við verið að vinna reglulega saman frá byrjun árs 2020. René sérhæfir sig í popp lagasmíð og þegar við semjum saman þá dregur hann þá hlið sterklega fram í mér. Yfirleitt sömdum við lögin frá byrjun til enda upp í stúdíói í einu sessioni en í þessu tilfelli hafði René sent mér upptöku af hljómagangi sem hann hafði verið að vinna í og ég prófaði að spinna yfir hugmyndina heima, síðan fullmótuðum við þær hugmyndir saman í stúdíóinu og úr varð Lie just to lie. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Lagahöfundabúðirnar opnuðu nýjan heim fyrir mér þar sem ég hafði áður alltaf samið allt ein. Það góða við að semja með öðrum er að þá hugsar maður aðeins út fyrir sinn þægindaramma og er opnari fyrir hugmyndum sem manni hefði sjálfum aldrei dottið einn í hug. Hugmyndir frá fleiri höfundum blandast saman í eina heild og svo er félagsskapurinn líka góður plús. Við byrjum oft að vinna að einhverri ákveðinni hugmynd en erum líka opin fyrir því sem gerist í mómentinu, stundum ætlar maður ekki einu sinni að semja ástarlag en ein setning getur tekið lagið í þá átt. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) a Ég hef oft pælt í því hvaðan þessi texti kom þar sem hann var ekki byggður á minni eigin persónulegri sögu. Setningar sem urðu til í spuna voru settar í stærra samhengi og þróaðist svo í söguþráð sem við René smíðuðum saman. Það vill oft gerast þegar maður semur með öðrum, hluti af sögunni kemur frá manni sjálfum og hluti frá öðrum. Mér finnst það góð tilbreyting því ég hef oft gefið út lög sem eru svo persónuleg að mér hefur liðið eins og ég sé að setja dagbókina mína út fyrir framan alþjóð. Með Lie just to lie þá gat ég leyft mér að finna mína eigin tengingu við lagið eftir á sem var góð tilbreyting. Lagið fjallar um það augnablik í sambandi þegar maður veit að maður ætti að sleppa taki á ástinni en á sama tíma er maður ekki tilbúinn að horfast í augu við sannleikann. Ætli það hafi ekki flestir einhvern tímann lent í því, allavega þeir sem hafa upplifað ástarsorg eða sambandsslit. Ég get allavega alveg litið til baka og fundið mína eigin tengingu við lagið þó ég sé mjög hamingjusöm þessa stundina. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Ég er búin að vera í yndislegu sambandi núna í meira en sjö ár en í gegnum okkar samband hef ég ekki gefið út mörg lög um hann þó þau hafi stundum laumað sér í útgáfu. Það eru semsagt lögin sem eru um góðu hliðina á ástinni, öll hin eru um fortíðar froska eða aðrar lífsreynslur. Þar sem ég er gjörn að gefa út tónlist sem er samin frá hjartanu líður mér alltaf eins og ég þurfi að taka það sérstaklega fram þegar það á ekki við svo það verði enginn misskilningur. Hvernig hefur ferlið við gerð tónlistarmyndbandsins gengið? Það var í raun skyndiákvörðun að taka upp tónlistarmyndband við lagið en ég sendi Taylor lagið rétt áður en ég fór til Los Angeles í Apríl. Honum leist svo vel á lagið að við ákváðum að taka frá einn dag fyrir upptökur. Eina sem við höfðum í huga fyrir fram var í raun litapallettan og útlitið og völdum tökustaði út frá því. Þetta var einn besti og skilvirkasti tökudagur sem ég hef upplifað. Við tókum upp á tveimur stöðum í LA og tökurnar stóðu yfir í fimm klukkutíma sem er í raun alveg fáránlega lítið. Við þekkjum hvort annað vel og höfum unnið saman áður þannig þetta snerist í raun bara um að vera í augnablikinu, treysta og hlusta á hvort annað. Taylor er rosalega fær kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri og yndislegt að fá að vinna með honum og Francescu Phillips aftur. Ég er mjög ánægð með útkomuna og mjög spennt fyrir frumsýningunni. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hvað er á döfinni? Þetta ár er nú þegar búið að vera ansi viðburðaríkt. Ég hef verið að fylgja plötunni minni eftir, útskrifaðist með framhaldspróf í jazzsöng frá FÍH og síðan var bíómyndin Þrot frumsýnd í sumar sem var fyrsta bíómyndin í fullri lengd sem ég lék í eftir útskrift frá leiklistarskólanum í LA. Ég er mjög spennt að sjá hvaða ævintýri taka við næstu mánuði. En eins og er er ég að einbeita mér að því að klára upptökur á næstu plötu sem er væntanleg á næsta ári. Þannig það er nóg af tónlist á leiðinni. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Síðan er jólaplata frá Rakel Páls að koma út núna í kringum jólin, en ég samdi nokkra texta á plötunni. Jólatörnin er alltaf skemmtileg og verð með djass skotið jólaprógram hér og þar í desember, ennþá nokkrar dagsetningar lausar fyrir þá sem vilja bóka okkur. Sem leikkona þá er ég að fara í tökur á stuttmynd á næstunni og er með eitt stærra verkefni á borðinu sem verður kannski hægt að tala betur um næst. Þannig boltinn er farinn að rúlla og ég tek nýjum verkefnum fagnandi. Mér líður best þegar ég er með nokkra bolta á lofti og nóg að gera, þannig ég myndi segja að lífið sé rosa ljúft þessa dagana. Tónlist Tengdar fréttir Silja Rós og Kusk á upphitunargleði RVK Feminist Film Festival Laugardaginn 30. apríl mun RVK Feminist Film Festival bjóða til upphitunargleði á LOFT Hostel. Þar verður í boði markaður, tónlist, húðflúr og söfnun fyrir nýrri rannsókn. 28. apríl 2022 09:31 Nýtt myndband frá Silju Rós: „Plönturnar höfðu visnað eins og ástin þeirra“ Í dag frumsýnum við tónlistarmyndbandið við lagið Mind Stuck on U frá söngkonunni Silju Rós. Lagið er eftir Silju Rós sjálfa og kom út í byrjun árs. 22. september 2021 12:00 „Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“ Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram. 18. júní 2021 13:35 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Hvaðan sækirðu innblástur í tónlistinni? Ég sæki mikið innblástur til listamanna á borð við Sabrinu Claudio, Jacob Collier, Jaz Karis og H.E.R. Ég myndi segja að mín tónlistarstefna hafi mikið mótast bæði í FÍH þegar ég var í jazz námi og líka í Kaupmannahöfn þar sem ég samdi aðallega popp tónlist fyrir mig og aðra listamenn. Ég myndi lýsa tónlistinni minni sem popptónlist með áhrifum frá RnB, soul & jazz og RnB Pop. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hvernig fór lagasmíðin fram fyrir Lie just to lie? Ég og René sömdum lagið Lie just to lie haustið 2020 en þá höfðum við verið að vinna reglulega saman frá byrjun árs 2020. René sérhæfir sig í popp lagasmíð og þegar við semjum saman þá dregur hann þá hlið sterklega fram í mér. Yfirleitt sömdum við lögin frá byrjun til enda upp í stúdíói í einu sessioni en í þessu tilfelli hafði René sent mér upptöku af hljómagangi sem hann hafði verið að vinna í og ég prófaði að spinna yfir hugmyndina heima, síðan fullmótuðum við þær hugmyndir saman í stúdíóinu og úr varð Lie just to lie. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Lagahöfundabúðirnar opnuðu nýjan heim fyrir mér þar sem ég hafði áður alltaf samið allt ein. Það góða við að semja með öðrum er að þá hugsar maður aðeins út fyrir sinn þægindaramma og er opnari fyrir hugmyndum sem manni hefði sjálfum aldrei dottið einn í hug. Hugmyndir frá fleiri höfundum blandast saman í eina heild og svo er félagsskapurinn líka góður plús. Við byrjum oft að vinna að einhverri ákveðinni hugmynd en erum líka opin fyrir því sem gerist í mómentinu, stundum ætlar maður ekki einu sinni að semja ástarlag en ein setning getur tekið lagið í þá átt. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) a Ég hef oft pælt í því hvaðan þessi texti kom þar sem hann var ekki byggður á minni eigin persónulegri sögu. Setningar sem urðu til í spuna voru settar í stærra samhengi og þróaðist svo í söguþráð sem við René smíðuðum saman. Það vill oft gerast þegar maður semur með öðrum, hluti af sögunni kemur frá manni sjálfum og hluti frá öðrum. Mér finnst það góð tilbreyting því ég hef oft gefið út lög sem eru svo persónuleg að mér hefur liðið eins og ég sé að setja dagbókina mína út fyrir framan alþjóð. Með Lie just to lie þá gat ég leyft mér að finna mína eigin tengingu við lagið eftir á sem var góð tilbreyting. Lagið fjallar um það augnablik í sambandi þegar maður veit að maður ætti að sleppa taki á ástinni en á sama tíma er maður ekki tilbúinn að horfast í augu við sannleikann. Ætli það hafi ekki flestir einhvern tímann lent í því, allavega þeir sem hafa upplifað ástarsorg eða sambandsslit. Ég get allavega alveg litið til baka og fundið mína eigin tengingu við lagið þó ég sé mjög hamingjusöm þessa stundina. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Ég er búin að vera í yndislegu sambandi núna í meira en sjö ár en í gegnum okkar samband hef ég ekki gefið út mörg lög um hann þó þau hafi stundum laumað sér í útgáfu. Það eru semsagt lögin sem eru um góðu hliðina á ástinni, öll hin eru um fortíðar froska eða aðrar lífsreynslur. Þar sem ég er gjörn að gefa út tónlist sem er samin frá hjartanu líður mér alltaf eins og ég þurfi að taka það sérstaklega fram þegar það á ekki við svo það verði enginn misskilningur. Hvernig hefur ferlið við gerð tónlistarmyndbandsins gengið? Það var í raun skyndiákvörðun að taka upp tónlistarmyndband við lagið en ég sendi Taylor lagið rétt áður en ég fór til Los Angeles í Apríl. Honum leist svo vel á lagið að við ákváðum að taka frá einn dag fyrir upptökur. Eina sem við höfðum í huga fyrir fram var í raun litapallettan og útlitið og völdum tökustaði út frá því. Þetta var einn besti og skilvirkasti tökudagur sem ég hef upplifað. Við tókum upp á tveimur stöðum í LA og tökurnar stóðu yfir í fimm klukkutíma sem er í raun alveg fáránlega lítið. Við þekkjum hvort annað vel og höfum unnið saman áður þannig þetta snerist í raun bara um að vera í augnablikinu, treysta og hlusta á hvort annað. Taylor er rosalega fær kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri og yndislegt að fá að vinna með honum og Francescu Phillips aftur. Ég er mjög ánægð með útkomuna og mjög spennt fyrir frumsýningunni. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Hvað er á döfinni? Þetta ár er nú þegar búið að vera ansi viðburðaríkt. Ég hef verið að fylgja plötunni minni eftir, útskrifaðist með framhaldspróf í jazzsöng frá FÍH og síðan var bíómyndin Þrot frumsýnd í sumar sem var fyrsta bíómyndin í fullri lengd sem ég lék í eftir útskrift frá leiklistarskólanum í LA. Ég er mjög spennt að sjá hvaða ævintýri taka við næstu mánuði. En eins og er er ég að einbeita mér að því að klára upptökur á næstu plötu sem er væntanleg á næsta ári. Þannig það er nóg af tónlist á leiðinni. View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Síðan er jólaplata frá Rakel Páls að koma út núna í kringum jólin, en ég samdi nokkra texta á plötunni. Jólatörnin er alltaf skemmtileg og verð með djass skotið jólaprógram hér og þar í desember, ennþá nokkrar dagsetningar lausar fyrir þá sem vilja bóka okkur. Sem leikkona þá er ég að fara í tökur á stuttmynd á næstunni og er með eitt stærra verkefni á borðinu sem verður kannski hægt að tala betur um næst. Þannig boltinn er farinn að rúlla og ég tek nýjum verkefnum fagnandi. Mér líður best þegar ég er með nokkra bolta á lofti og nóg að gera, þannig ég myndi segja að lífið sé rosa ljúft þessa dagana.
Tónlist Tengdar fréttir Silja Rós og Kusk á upphitunargleði RVK Feminist Film Festival Laugardaginn 30. apríl mun RVK Feminist Film Festival bjóða til upphitunargleði á LOFT Hostel. Þar verður í boði markaður, tónlist, húðflúr og söfnun fyrir nýrri rannsókn. 28. apríl 2022 09:31 Nýtt myndband frá Silju Rós: „Plönturnar höfðu visnað eins og ástin þeirra“ Í dag frumsýnum við tónlistarmyndbandið við lagið Mind Stuck on U frá söngkonunni Silju Rós. Lagið er eftir Silju Rós sjálfa og kom út í byrjun árs. 22. september 2021 12:00 „Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“ Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram. 18. júní 2021 13:35 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Silja Rós og Kusk á upphitunargleði RVK Feminist Film Festival Laugardaginn 30. apríl mun RVK Feminist Film Festival bjóða til upphitunargleði á LOFT Hostel. Þar verður í boði markaður, tónlist, húðflúr og söfnun fyrir nýrri rannsókn. 28. apríl 2022 09:31
Nýtt myndband frá Silju Rós: „Plönturnar höfðu visnað eins og ástin þeirra“ Í dag frumsýnum við tónlistarmyndbandið við lagið Mind Stuck on U frá söngkonunni Silju Rós. Lagið er eftir Silju Rós sjálfa og kom út í byrjun árs. 22. september 2021 12:00
„Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“ Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram. 18. júní 2021 13:35