Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækist eftir ritaraembættinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2022 14:16 Þær Arna Lára og Alexandra Ýr eru tvær í framboði til embættis ritara Samfylkingarinnar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. „Það eru auðvitað miklar breytingar í kortunum hjá Samfylkingunni og við eigum mikil sóknarfæri. Ég sé að það eru spennandi breytingar fram undan og við erum að fá nýjan formann sem mér finnst mjög spennandi og ég bara tel að reynslan mín geti nýst vel í forystusveit flokksins og breikkað ásýnd hennar. ÉG er náttúrulega mikil landsbyggðarkona og staðan er auðvitað sú að í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, þá eigum við ekki þingmann og mér finnst það skipta máli að ásýnd flokksins sé þannig að landsbyggðin eigi sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins.“ Arna Lára kveðst hrifin af áherslum Kristrúnar Frostadóttur sem er ein í framboði til formanns. Hún hefur lagt fram sína sýn og sagt mikilvægt að flokkurinn leggi meiri áherslu á kjarnamál Jafnaðarmanna. „Það er auðvitað kannski ástæðan fyrir því að ég er líka að bjóða mig fram. Ég tengi mjög vel við þennan málflutning. Við þurfum að leggja ofuráherslu á þessi kjarnamál Jafnaðarmanna og kannski einfalda svolítið málflutninginn og það er bara eitthvað sem ég tengi mjög vel við og er til í að leggja mitt lóð á vogarskálina svo það geti orðið“. Alexandra, sem einnig er í framboði, segist leggja áherslu á jafnréttismálin. „Undanfarin tvö ár hef ég líka verið rödd þeirra mála sem sumir segja að séu mjúk; það er mér hjartans mál að femínismi verði áfram kjarninn í hugmyndafræði Samfylkingarinnar. Við eigum svo sannarlega að vera stolt af því að vera jafnaðarmenn en enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Líkt og ég hef sagt áður þá þykir mér þar einna mikilvægust sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Þá er ekki bara mikilvægt að stefna flokksins sé sköpuð með femínisma að leiðarljósi heldur á stjórnmálamenningin okkar að litast af henni.“ Alexandra segir þá nauðsynlegt að í stjórn sé einstaklingur með reynslu. „Ekki síst í ljósi þeirrar miklu endurnýjunar sem er að verða á forystu flokksins. Ég er reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur og finnst mikilvægt að stjórn flokksins sé fjölbreytt. Ég er af erlendum uppruna og tel mikilvægt að ólíkar raddir heyrist í forystunni og finnst það við hæfi þar sem Samfylkingin er alþjóðasinnaður stjórnmálaflokkur.“ Það hafi verið henni lærdómsríkt að starfa sem ritari flokksins síðustu tvö ár. „Ég tel mikilvægt að í embættinu sé einstaklingur sem geti sinnt svokölluðu stofnanaminni flokksins, en það er ekki síður mikilvægt að UJ eigi sinn fulltrúa í æðstu stofnun flokksins. Kannanir hafa enda sýnt að Samfylkingin er flokkur unga fólksins og því eðlileg krafa að ungliðahreyfing flokksins eigi fulltrúa unga og róttæka fólksins í stjórn.“ Samfylkingin Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32 „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Það eru auðvitað miklar breytingar í kortunum hjá Samfylkingunni og við eigum mikil sóknarfæri. Ég sé að það eru spennandi breytingar fram undan og við erum að fá nýjan formann sem mér finnst mjög spennandi og ég bara tel að reynslan mín geti nýst vel í forystusveit flokksins og breikkað ásýnd hennar. ÉG er náttúrulega mikil landsbyggðarkona og staðan er auðvitað sú að í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, þá eigum við ekki þingmann og mér finnst það skipta máli að ásýnd flokksins sé þannig að landsbyggðin eigi sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins.“ Arna Lára kveðst hrifin af áherslum Kristrúnar Frostadóttur sem er ein í framboði til formanns. Hún hefur lagt fram sína sýn og sagt mikilvægt að flokkurinn leggi meiri áherslu á kjarnamál Jafnaðarmanna. „Það er auðvitað kannski ástæðan fyrir því að ég er líka að bjóða mig fram. Ég tengi mjög vel við þennan málflutning. Við þurfum að leggja ofuráherslu á þessi kjarnamál Jafnaðarmanna og kannski einfalda svolítið málflutninginn og það er bara eitthvað sem ég tengi mjög vel við og er til í að leggja mitt lóð á vogarskálina svo það geti orðið“. Alexandra, sem einnig er í framboði, segist leggja áherslu á jafnréttismálin. „Undanfarin tvö ár hef ég líka verið rödd þeirra mála sem sumir segja að séu mjúk; það er mér hjartans mál að femínismi verði áfram kjarninn í hugmyndafræði Samfylkingarinnar. Við eigum svo sannarlega að vera stolt af því að vera jafnaðarmenn en enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Líkt og ég hef sagt áður þá þykir mér þar einna mikilvægust sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Þá er ekki bara mikilvægt að stefna flokksins sé sköpuð með femínisma að leiðarljósi heldur á stjórnmálamenningin okkar að litast af henni.“ Alexandra segir þá nauðsynlegt að í stjórn sé einstaklingur með reynslu. „Ekki síst í ljósi þeirrar miklu endurnýjunar sem er að verða á forystu flokksins. Ég er reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur og finnst mikilvægt að stjórn flokksins sé fjölbreytt. Ég er af erlendum uppruna og tel mikilvægt að ólíkar raddir heyrist í forystunni og finnst það við hæfi þar sem Samfylkingin er alþjóðasinnaður stjórnmálaflokkur.“ Það hafi verið henni lærdómsríkt að starfa sem ritari flokksins síðustu tvö ár. „Ég tel mikilvægt að í embættinu sé einstaklingur sem geti sinnt svokölluðu stofnanaminni flokksins, en það er ekki síður mikilvægt að UJ eigi sinn fulltrúa í æðstu stofnun flokksins. Kannanir hafa enda sýnt að Samfylkingin er flokkur unga fólksins og því eðlileg krafa að ungliðahreyfing flokksins eigi fulltrúa unga og róttæka fólksins í stjórn.“
Samfylkingin Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32 „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 17. október 2022 12:32
„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19. ágúst 2022 16:31