Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. október 2022 16:28 Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar. AP/Alberto Pezzali Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13 Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Braverman tilkynnti um afsögn sína á samfélagsmiðlum fyrir skömmu en hún greinir þar frá því að hún hafi sent tölvupóst um innflytjendamál á samstarfsmann frá persónulegu netfangi sínu. Það teldist tæknilega sem brot á reglunum, þó að efni póstsins hafi áður verið kynnt og væri flestum kunnugt. Um leið og hún hafi áttað sig á mistökum sínum hafi hún tilkynnt um málið til þar til bæra aðila. „Sem innanríkisráðherra geri ég mestar kröfur til sjálfs míns og afsögn mín er hið rétta í stöðunni,“ sagði Braverman í bréfi sínu. My letter to the Prime Minister. pic.twitter.com/TaWO1PMOF2— Suella Braverman MP (@SuellaBraverman) October 19, 2022 Braverman virtist þá skjóta fast á ríkisstjórnina og Liz Truss. „Ríkisstjórnir treysta á það að fólk taki afleiðingum gjörða sinna. Að láta eins og við höfum ekki gert mistök, að halda áfram eins og allir geti ekki séð að við höfum gert þau, og vona að hlutirnir verði í lagi eins og hendi væri veifað eru ekki alvarleg stjórnmál,“ sagði Braverman. Braverman sagði þá ljóst að ríkisstjórnin hafi brotið loforð sem þau gáfu kjósendum og að hún hefði áhyggjur af stefnunni sem ríkisstjórnin væri að taka. Sjálf hefur hún sætt nokkurri gagnrýni vegna stefnu sinnar í útlendingamálum en hún hefur meðal annars talað gegn viðskiptasamningi við Indland vegna ótta af auknum innflytjendastraumi og lofað að draga úr fjölda innflytjenda um tugi þúsunda á ári. Innan við vika frá því að fjármálaráðherra var látinn fjúka Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Truss hafi hreinsað dagskrá Braverman í dag og lagt af skipulagða heimsókn hennar. Grant Schnapps, fyrrverandi samgönguráðherra mun taka við embætti innanríkisráðherra af Braverman. The Rt Hon Grant Shapps MP @grantshapps has been appointed Secretary of State for the Home Department @ukhomeoffice. pic.twitter.com/z1xKhgwVJW— UK Prime Minister (@10DowningStreet) October 19, 2022 Innan við vika er frá því að Truss rak fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti og Jeremy Hunt tók við en Hunt kynnti í á dögunum efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Mikil ólga er sögð innan Íhaldsflokksins þar sem umræða eigi sér stað um leiðtogaskipti. Formaður Verkamannaflokksins hefur kallað eftir afsögn Truss og vill að boðað sé til kosninga. Fréttin var uppfærð kl. 19:13
Bretland Tengdar fréttir Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43 Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. 17. október 2022 13:43
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent