Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2022 20:04 Vísindamenn í MOSAIC leiðangrinum á Norðurskautið frá haustinu 2019 til haustsins 2020 rákust mjög oft á hvítabirni á ísnum. Alfred Wegener stofnunin Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. Frétt Stöðvar 2: Þýsk ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan var meðal annars látið reka með norðurskautsísnum í MOSAIC verkefninu veturinn 2019 til 2020 á meðan hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum sinntu rannsóknum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með norðurskautsísnum og var það í fyrsta skipti sem það var gert að vetri til.Alfred Wegener stofnunin „Fyrst tókum við eftir því að rekið var mun hraðara en fyrir áratugum. Við fórum í raun í kjölfar leiðangurs Fridjofs Nansens fyrir 130 árum sem hann fór á tréskipi. Hann þurfti þrjú ár til að reka í gegnum norðurskautsísinn en það tók okkur aðeins eitt ár. Það er vegna þess að ísinn er miklu þynnri, miklu yngri, meira hreifanlegur og rekur hraðar," segir Dr Markus Rex prófessor í loftslagseðlisfræði við Podsdam háskóla sem tók þátt í skipulaginu MOSAIC leiðangursins og tók einnig þátt í honum. Leiðangursfólk rakst meðal annars á fjölskyldur hvítabjarna með húna sem fæddust vorið sem leiðangurinn stóð yfir.Alfred Wegener stofnunini Þessar afleiðingar loftslagsbreytinganna væru ekki góðar fréttir fyrir hvítabirni sem öfluðu sér lífsviðurværis á ísnum. Enn væri hægt að snúa þróuninni við en mannkynið hefði skamman tíma til þess. Leiðangursfólk á Pólstjörnunni hefði átti marga fundi með ísbjörnum. Dr. Markus Rex einn af leiðangursstjórum Pólstjörnunnar segir enn hægt að snúa þynningu norðurskautsíssins við en mannkynið hafi ekki langan tíma til þess.Stöð 2/Egill „Á þessu ári fengum við um sextíu heimsóknir frá hvítabjörnum alla leið í rannsóknarbúðir okkar. Það var stöðug áskorun að halda öllum öruggum á ísnum á meðan þessi dýr voru í nágrenninu," segir Rex. Vísindamenn hafi oft átt fótum sínum fjör að launa undan hraðskreiðum ísbjörnum „Margoft. Við urðum mjög oft að yfirgefa ísinn vegna þess að hvítabirnir nálguðust. Það kom að því að við þróuðum ferla þannig að við gætum unnið öðrum meginn við skipið á meðan birnir voru á veiðum hinum meginn við það," segir Rex. Stundum voru vísindamenn að störfum öðrum meginn við rannsóknarskipið á meðan hvítabirnir voru á veiðum hinum megin við það.Alfred Wegener stofnunin Hvítabjarnastofninn á mið-norðurskautshafinu væri enn vel haldinn. „Þarna er mjög heilbrigt samfélag hvítabjarna. Við sáum mjög vel nærð dýr. Einnig fjölskyldur hvítabjarna með húna sem fæddust vorið sem leiðangurinn stóð yfir," segir Rex. Björninn kunni best við sig á þunnum ís sem auðveldi þeim selveiðar. En nú þynnist ísinn hratt og björninn leiti því norðar en áður. „Og þynning er aðeins fyrsta skrefið að því að ísinn hverfi. Þannig að framtíðin lítur ekki vel út fyrir hvítabirnina," segir Markus Rex. Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Dýr Norðurslóðir Ísbirnir Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41 Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. 13. október 2022 10:00 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Frétt Stöðvar 2: Þýsk ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan var meðal annars látið reka með norðurskautsísnum í MOSAIC verkefninu veturinn 2019 til 2020 á meðan hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum sinntu rannsóknum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með norðurskautsísnum og var það í fyrsta skipti sem það var gert að vetri til.Alfred Wegener stofnunin „Fyrst tókum við eftir því að rekið var mun hraðara en fyrir áratugum. Við fórum í raun í kjölfar leiðangurs Fridjofs Nansens fyrir 130 árum sem hann fór á tréskipi. Hann þurfti þrjú ár til að reka í gegnum norðurskautsísinn en það tók okkur aðeins eitt ár. Það er vegna þess að ísinn er miklu þynnri, miklu yngri, meira hreifanlegur og rekur hraðar," segir Dr Markus Rex prófessor í loftslagseðlisfræði við Podsdam háskóla sem tók þátt í skipulaginu MOSAIC leiðangursins og tók einnig þátt í honum. Leiðangursfólk rakst meðal annars á fjölskyldur hvítabjarna með húna sem fæddust vorið sem leiðangurinn stóð yfir.Alfred Wegener stofnunini Þessar afleiðingar loftslagsbreytinganna væru ekki góðar fréttir fyrir hvítabirni sem öfluðu sér lífsviðurværis á ísnum. Enn væri hægt að snúa þróuninni við en mannkynið hefði skamman tíma til þess. Leiðangursfólk á Pólstjörnunni hefði átti marga fundi með ísbjörnum. Dr. Markus Rex einn af leiðangursstjórum Pólstjörnunnar segir enn hægt að snúa þynningu norðurskautsíssins við en mannkynið hafi ekki langan tíma til þess.Stöð 2/Egill „Á þessu ári fengum við um sextíu heimsóknir frá hvítabjörnum alla leið í rannsóknarbúðir okkar. Það var stöðug áskorun að halda öllum öruggum á ísnum á meðan þessi dýr voru í nágrenninu," segir Rex. Vísindamenn hafi oft átt fótum sínum fjör að launa undan hraðskreiðum ísbjörnum „Margoft. Við urðum mjög oft að yfirgefa ísinn vegna þess að hvítabirnir nálguðust. Það kom að því að við þróuðum ferla þannig að við gætum unnið öðrum meginn við skipið á meðan birnir voru á veiðum hinum meginn við það," segir Rex. Stundum voru vísindamenn að störfum öðrum meginn við rannsóknarskipið á meðan hvítabirnir voru á veiðum hinum megin við það.Alfred Wegener stofnunin Hvítabjarnastofninn á mið-norðurskautshafinu væri enn vel haldinn. „Þarna er mjög heilbrigt samfélag hvítabjarna. Við sáum mjög vel nærð dýr. Einnig fjölskyldur hvítabjarna með húna sem fæddust vorið sem leiðangurinn stóð yfir," segir Rex. Björninn kunni best við sig á þunnum ís sem auðveldi þeim selveiðar. En nú þynnist ísinn hratt og björninn leiti því norðar en áður. „Og þynning er aðeins fyrsta skrefið að því að ísinn hverfi. Þannig að framtíðin lítur ekki vel út fyrir hvítabirnina," segir Markus Rex.
Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Dýr Norðurslóðir Ísbirnir Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41 Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. 13. október 2022 10:00 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. 18. október 2022 19:41
Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. 13. október 2022 10:00
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20