Lygasögurnar það allra versta Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 19:18 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“ Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31