Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 12:32 Emilíana Torrini rifjar upp myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var tuttugu ára gömul. Getty/Lorne Thomson Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“ Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“
Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira