Hver á að hugsa um yngstu börnin? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun