Lífeyrissjóðir þurfa að „taka á sig högg“ vegna slita á ÍL-sjóði
![Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vinnur að því að koma böndum á mikið tap af rekstri ÍL-sjóðs, áður gamla Íbúðalánasjóði.](https://www.visir.is/i/1CA5067660147BE2BC6446E2E77F693FB90E229CF6B99A033F8FA56831A642B4_713x0.jpg)
Fá sjónarhóli ríkisins er skiljanlegt að vilja leysa upp ÍL-sjóð og stöðva þá blæðingu úr ríkisfjármálunum vegna hans sem annars er fyrirsjáanleg næstu tvo áratugina. Lánardrottnar ÍL-sjóðs, að langstærstum hluta lífeyrissjóðir en einnig verðbréfasjóðir, fjármálafyrirtæki og einstaklingar, munu þurfa að taka á sig högg hvort sem gengið verður til samninga um uppgjör skuldanna eða sjóðnum slitið einhliða af ríkinu í kjölfar lagasetningar. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.