Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 12:25 Tiktok á miklum vinsældum að fagna víða um heim. Bandarísk stjórnvöld eru þó uggandi yfir kínverski eignarhaldi miðilsins. Vísir/Getty Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. Viðskiptatímaritið Forbes segir að gögn sem það hefur undir höndum sýni að innrieftirlitsdeild Bytedance, móðurfélags Tiktok, hafi ætlað sér að nota snjallforritið til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra borgara. Deildin rannsaki aðallega mögulegt misferli núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Í að minnsta kosti tveimur tilfellum höfðu Bandaríkjamennirnir sem hún ætlaði að fylgjast með aldrei unnið fyrir Bytedance. Óljóst er sagt hvort að gögnunum hafi á endanum verið safnað en ætlunin hafi verið að deildin, sem er staðsett í Beijing í Kína, nálgaðist staðsetningargögn úr snjalltækjum bandarísku notendanna. Forbes vill ekki gefa upp tilgang njósnanna til þess að vernda leynd heimildarmanna sinna. Hvorki Tiktok né Bytedance svaraði spurningum tímaritsins um hvort til hafi staðið að fylgjast með bandarískum embættismönnum, aðgerðarsinnum, blaðamönnum eða opinberum persónum. Tiktok er orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims þrátt fyrir áhyggjur bandarískra stjórnvalda af því að forritið gæti ógnað þjóðaröryggi. Þau óttast að kínversk stjórnvöld komist í persónuupplýsingar bandarískra borgara sem samfélagsmiðillinn safnar í hrönnum. Með samkomulagi sem Tiktok vinnur að við bandaríska fjármálaráðuneytið er fyrirtækið sagt þurfa að tryggja að starfsmenn þess í Kína hafi ekki aðgang að vissum persónuupplýsingum um bandaríska notendur. TikTok Samfélagsmiðlar Kína Bandaríkin Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Viðskiptatímaritið Forbes segir að gögn sem það hefur undir höndum sýni að innrieftirlitsdeild Bytedance, móðurfélags Tiktok, hafi ætlað sér að nota snjallforritið til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra borgara. Deildin rannsaki aðallega mögulegt misferli núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Í að minnsta kosti tveimur tilfellum höfðu Bandaríkjamennirnir sem hún ætlaði að fylgjast með aldrei unnið fyrir Bytedance. Óljóst er sagt hvort að gögnunum hafi á endanum verið safnað en ætlunin hafi verið að deildin, sem er staðsett í Beijing í Kína, nálgaðist staðsetningargögn úr snjalltækjum bandarísku notendanna. Forbes vill ekki gefa upp tilgang njósnanna til þess að vernda leynd heimildarmanna sinna. Hvorki Tiktok né Bytedance svaraði spurningum tímaritsins um hvort til hafi staðið að fylgjast með bandarískum embættismönnum, aðgerðarsinnum, blaðamönnum eða opinberum persónum. Tiktok er orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims þrátt fyrir áhyggjur bandarískra stjórnvalda af því að forritið gæti ógnað þjóðaröryggi. Þau óttast að kínversk stjórnvöld komist í persónuupplýsingar bandarískra borgara sem samfélagsmiðillinn safnar í hrönnum. Með samkomulagi sem Tiktok vinnur að við bandaríska fjármálaráðuneytið er fyrirtækið sagt þurfa að tryggja að starfsmenn þess í Kína hafi ekki aðgang að vissum persónuupplýsingum um bandaríska notendur.
TikTok Samfélagsmiðlar Kína Bandaríkin Tækni Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira