Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2022 13:34 Stutt forsætisráðherratíð Liz Truss, hér í efra hægra horninu, hefur vakið upp samanburð við hluti og persónur sem enst hafa ýmist stutt eða lengi. Getty Þegar forsætisráðherratíð breska forsætisráðherrans Liz Truss líður undir lok í næstu viku verður hún sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Erlendir fjölmiðlar eru víða uppfullir af samanburði á persónum og hlutum sem entust lengur en forsætisráðherratíð Truss. Truss tók við völdum sem forsætisráðherra þann 6. september síðastliðinn. Í gær tilkynnti hún að hún myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins í næstu viku mun ákvarða hver tekur við af henni sem forsætisráðherra. Það þýðir að forsætisráðherratíð hennar mun ekki telja fleiri daga en um það bil fimmtíu, sem verður met. Það er nefnilega umtalsvert styttri tími en sá tími sem George Canning, fyrrverandi methafi, sat sem forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði verið forsætisráðherra í 119 daga þegar hann lést þann 8. ágúst árið 1927. Fjölmiðlar víða um heim hafa gert sér mat úr þessum takmarkaða tíma sem Truss hefur haft úr að spila sem forsætisráðherra. Á vef New York Times er sérstaklega fjallað um kálhausinn fræga sem breski miðilinn Daily Star stillti upp við hliðina á mynd af Truss þann 14. október síðastliðinn. Things that lasted longer than Liz Truss as Prime Minister:- London 2012’s Olympic Torch Relay- Last year’s Strictly Come Dancing- Love Island this summer- The Last Tory Leadership Election- This lettuce ~AA pic.twitter.com/2Mb59s3XUG— Best for Britain (@BestForBritain) October 20, 2022 „Mun Liz Truss endast lengur en þessi kálhaus?“, var yfirskrift beinnar útsendingar sem miðillinn birti á YouTube. Kálhausinn hafði betur þar sem hann var enn ferskur þegar Truss sagði af sér í gær. Í frétt New York Times segir að Daily Star hafi með myndbandinu gripið orðalag fréttar í The Economist á lofti. Í greininni var fjallað um erfiða byrjun á valdatíð Truss. Var því haldið fram að vegna byrjunarörðugleika strax fyrstu daga hennar í embætti og þeirrar staðreyndar að Bretar hafi nýtt drjúgan tíma í að syrgja Elísabetu II Bretlandsdrottningu hafi raunveruleg valdatíð hennar hafi aðeins staðið yfir í sjö daga. Þessi algjörlega óáhugaverða staðreynd var dregin fram í Facebook-hópnum Algjörlega óháhugaverðar stjórnmálaupplýsingar eftir að Truss tilkynnti um afsögn sína í gær.Facebook „Eða um það bil endingartíma káls,“ sagði í greininni. Myndband Daily Star vakti gríðarlega athygli og hafa tugþúsundir horft á myndbandið. Kim Kardashian, ostar og bið eftir vegabréfum Aðrir fjölmiðlar hafa einnig verið í samanburðargír. Á vef Vice er bent á að hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries hafi enst lengur en Truss í embætti, eða 79 daga. Þá er bent að margar tegundir osta endist lengur en í fimmtíu daga, og að margir hverjir verði betri með aldrinum. Vice bendir einnig á að það hafi í raun tekið lengri tíma fyrir Íhaldsflokkinn að velja Truss í embætti leiðtoga flokksins í sumar en valdatíð hennar stóð yfir. Íhaldsmenn tóku sér sjö vikur í það. Truss entist sem forsætisráðherra í um sex vikur. Á vefsíðu The Mirror fær enski knattspyrnustjórinn Sam Allardyce, sem gjarnan er þekktur sem Big Sam eða Stóri-Sam, uppreist æru. Hann hreppti draumastarfið haustið 2016 eftir fræga útreið enska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu um sumarið. Sam Allardyce í eina leiknum sem hann stýrði enska landsliðinu.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Sam var hins vegar ekki lengi í paradís. Eftir að upp komst um spillingarmál tengd honum var honum sagt upp störfum undir lok september-mánaðar, eftir aðeins 67 daga í starfi. Mirror bendir einnig á að það taki breska ríkisborgara lengri tíma að bíða eftir nýju vegabréfi en Truss entist í embætti. Áætlaður biðtími er um tíu vikur eða um 70 dagar. Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Truss tók við völdum sem forsætisráðherra þann 6. september síðastliðinn. Í gær tilkynnti hún að hún myndi segja af sér sem forsætisráðherra. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins í næstu viku mun ákvarða hver tekur við af henni sem forsætisráðherra. Það þýðir að forsætisráðherratíð hennar mun ekki telja fleiri daga en um það bil fimmtíu, sem verður met. Það er nefnilega umtalsvert styttri tími en sá tími sem George Canning, fyrrverandi methafi, sat sem forsætisráðherra Bretlands. Hann hafði verið forsætisráðherra í 119 daga þegar hann lést þann 8. ágúst árið 1927. Fjölmiðlar víða um heim hafa gert sér mat úr þessum takmarkaða tíma sem Truss hefur haft úr að spila sem forsætisráðherra. Á vef New York Times er sérstaklega fjallað um kálhausinn fræga sem breski miðilinn Daily Star stillti upp við hliðina á mynd af Truss þann 14. október síðastliðinn. Things that lasted longer than Liz Truss as Prime Minister:- London 2012’s Olympic Torch Relay- Last year’s Strictly Come Dancing- Love Island this summer- The Last Tory Leadership Election- This lettuce ~AA pic.twitter.com/2Mb59s3XUG— Best for Britain (@BestForBritain) October 20, 2022 „Mun Liz Truss endast lengur en þessi kálhaus?“, var yfirskrift beinnar útsendingar sem miðillinn birti á YouTube. Kálhausinn hafði betur þar sem hann var enn ferskur þegar Truss sagði af sér í gær. Í frétt New York Times segir að Daily Star hafi með myndbandinu gripið orðalag fréttar í The Economist á lofti. Í greininni var fjallað um erfiða byrjun á valdatíð Truss. Var því haldið fram að vegna byrjunarörðugleika strax fyrstu daga hennar í embætti og þeirrar staðreyndar að Bretar hafi nýtt drjúgan tíma í að syrgja Elísabetu II Bretlandsdrottningu hafi raunveruleg valdatíð hennar hafi aðeins staðið yfir í sjö daga. Þessi algjörlega óáhugaverða staðreynd var dregin fram í Facebook-hópnum Algjörlega óháhugaverðar stjórnmálaupplýsingar eftir að Truss tilkynnti um afsögn sína í gær.Facebook „Eða um það bil endingartíma káls,“ sagði í greininni. Myndband Daily Star vakti gríðarlega athygli og hafa tugþúsundir horft á myndbandið. Kim Kardashian, ostar og bið eftir vegabréfum Aðrir fjölmiðlar hafa einnig verið í samanburðargír. Á vef Vice er bent á að hjónaband Kim Kardashian og Kris Humphries hafi enst lengur en Truss í embætti, eða 79 daga. Þá er bent að margar tegundir osta endist lengur en í fimmtíu daga, og að margir hverjir verði betri með aldrinum. Vice bendir einnig á að það hafi í raun tekið lengri tíma fyrir Íhaldsflokkinn að velja Truss í embætti leiðtoga flokksins í sumar en valdatíð hennar stóð yfir. Íhaldsmenn tóku sér sjö vikur í það. Truss entist sem forsætisráðherra í um sex vikur. Á vefsíðu The Mirror fær enski knattspyrnustjórinn Sam Allardyce, sem gjarnan er þekktur sem Big Sam eða Stóri-Sam, uppreist æru. Hann hreppti draumastarfið haustið 2016 eftir fræga útreið enska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu um sumarið. Sam Allardyce í eina leiknum sem hann stýrði enska landsliðinu.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Sam var hins vegar ekki lengi í paradís. Eftir að upp komst um spillingarmál tengd honum var honum sagt upp störfum undir lok september-mánaðar, eftir aðeins 67 daga í starfi. Mirror bendir einnig á að það taki breska ríkisborgara lengri tíma að bíða eftir nýju vegabréfi en Truss entist í embætti. Áætlaður biðtími er um tíu vikur eða um 70 dagar.
Bretland Grín og gaman Tengdar fréttir Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08