Umfjöllun: Fram 29-29 Grótta | Mögnuðum leik í Úlfarsárdal lauk með jafntefli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. október 2022 21:30 Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, átti flottan leik í kvöld. Hér er hann á flugi í leik gegn ÍBV fyrr á tímabilinu. Hulda Margrét Fram tók á móti Gróttu í Úlfarsárdal í kvöld í sjöttu umferð Olís-deildar karla. Var leikurinn kaflaskiptur og æsispennandi fram á lokasekúndu, en Grótta leiddi leikinn með fjórum mörkum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 29-29 í Úlfarsárdal. Fyrir fram var búist við spennandi leik, líkt og raunin varð, þar sem bæði þess lið hafa farið vel af stað í deildinni og mikill meðbyr hjá báðum liðum, sérstaklega Fram sem er óumdeilt spútnik lið deildarinnar það sem af er tímabili. Grótta kom þó inn í leikinn án síns besta leikmanns, Birgis Steins Jónssonar, en hann braut bein í annarri hendi á æfingu síðastliðinn mánudag og verður mögulega ekki leikfær fyrr en eftir áramót. Heimamenn í Fram hófu leikinn af gríðarlegum krafti líkt og þeir hafa verið að gera á þessari leiktíð. Hins vegar var sóknarleikur Gróttu mjög fyrirsjáanlegur og stirður. Staðan eftir tíu mínútna leik 7-3 Frömurum í vil. Þá gerði Róbert Gunnarsson breytingu á liði sínu og setti Daníel Örn Griffin inn á í stöðu hægri skyttu, en Daníel Örn búinn að glíma við langvarandi hnémeiðsli. Með Daníel Erni jókst skotógn Gróttu til muna og sóknarleikurinn þar með. Ásamt innkomu Daníels Arnars byrjaði Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, að verja vel. Grótta jafnaði leikinn á 17. mínútu, staðan þá 9-9. Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínútur, þar til það voru þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleiknum. Þá kom Grótta sér í tveggja marka forystu og staðan 13-15 Gróttu í vil þegar liðin gengu til búningsklefa. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að nálgast Gróttu en það gekk illa. Staðan 17-21 eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik Gróttu í vil. Grótta var að spila gríðarlega agaðan sóknarleik og spiluðu aldrei hraðar en þeir réðu við. Þeir byrjuðu þó aðeins að hiksta þegar líða fór á síðari hálfleikinn, enda liðið ekki vant að leiða leiki oft. Framarar voru þó sjálfum sér verstir og klúðruðu til að mynda tveimur vítaköstum og köstuðu boltanum út af úr fríkasti. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald á 49. mínútu leiksins fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram. Réttur dómur og einn mikilvægasti leikmaður Gróttu farinn í sturtu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og lið hans fjórum mörkum undir, 25-29. Leikurinn virtist vera úti fyrir heimamenn. Framarar stigu hátt upp í vörn á lokamínútunum eftir leikhléið og kom það Gróttu í eintóm vandræði sóknarlega. Kristófer Dagur Sigurðsson, hornamaður Fram, jafnaði leikinn úr hraðaupphlaupi þegar tólf sekúndur voru eftir af leiknum. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Lokasókn Gróttu fór í súginn og aðeins aukakast eftir. Arnór Máni Daðason, markmaður Fram varði skot Lúðvíks Thorberg Bergmann Arnkelssonar, leikmanns Gróttu, úr fríkastinu og endaði leikurinn því með jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Illa leistur sóknarleikur Gróttu á síðustu mínútum leiksins og frammiliggjandi vörn Fram, var það sem á endanum skar úr um úrslit leiksins. Það var greinilegt að Grótta saknaði Theis Koch Sondergard á lokamínútum leiksins til að stýra og taka af skarið þegar allt var undir. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, var maður leiksins með 14 bolta varða og var stór þáttur í því að Grótta leiddi lengst af í leiknum. Daníel Örn Griffin kom einnig af fítonskrafti inn í lið Gróttu eftir að hafa spilað lítið á tímabilinu. Átta mörk frá Daníel Erni. Hjá Fram stóð Luka Vukicevic upp úr en hann tók oft á skarið þegar Framarar lentu í öngstræti í sókn. Svartfellingurinn Luka skilaði átta mörkum í kvöld. Hvað gekk illa? Lokasóknir Gróttu var sá þáttur leiksins sem gekk hvað verst í kvöld. Enda liðið með unninn leik í höndunum þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hvað gerist næst? Grótta fær Val í heimsókn eftir viku í upphafsleik 7. umferð Olís-deildar karla. Sá leikur hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fram fer hins vegar á Ásvelli og mæta Haukum mánudaginn 31. október klukkan 19:30. Verður sá leikur einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einar Jónsson: Þeir voru að negla þessu í skeytanna trekk í trekk Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Það var bara ekkert svo. Við bara förum inn í okkur og svona brjótum okkur svolítið út úr skipulagi. Einar Baldvin [markvörður Gróttu] fer náttúrulega að verja hérna svakalega bolta og við einhvern veginn verðum hræddir eða hvað það er. Við vorum bara ekki góðir á þeim kafla og að sama skapi Grótta að spila vel líka. Síðan eru bara síðustu 10, 15 í fyrri ekki góðar, alls ekki,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, aðspurður út í hvað hafi gerst eftir flottar upphafsmínútur hjá sínum mönnum. „Mér fannst hann bara allt í lagi. Við erum að koma okkur hérna í mjög góð færi trekk í trekk. Einar Baldvin frábær í markinu. Á móti kemur, vörn eða markvarsla hvernig menn líta á það, það er bara þeir eru að negla þessu í skeytanna og það er bara einhvern veginn allir boltar inni sko. Maður sem er ekki búinn að spila í allavegana tvö ár, hann er bara að raða á okkur hérna. Þannig að mér fannst við ekkert lélegir í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera þarna undir sko. Við erum að skapa fínt og mér fannst við vera spila ágætis vörn en eins og ég segi, þeir voru að negla þessu í skeytanna trekk í trekk,“ segir Einar Jónsson um gang síðari hálfleiks. „Hugarfarið var ekki gott hjá okkur í dag, því miður. Það hefur verið frábært í allan vetur og það var ekki fyrr en síðustu tvær og hálfa mínúturnar eða eitthvað þar sem við sýnum virkilega úr hverju við erum gerðir sko. En allt of margir kaflar sem að við erum eins og ég segi, vantaði eitthvað upp á.“ „Við ætluðum náttúrulega bara að vinna þetta og hérna ætluðum bara að taka sénsa. Fórum í þrjá þrjá, eða maður á mann, og pressuðum þá dálítið stíft, sem við hefðum kannski átt að gera fyrr en alltaf gott að vera vitur eftir á. Við bara grísuðum á það þannig séð. Við erum reyndar góðir á lokaköflunum, við höfum sýnt það í vetur. Við höfðum fulla trú að við ætluðum að vinna þetta og líka hérna þegar voru tíu sekúndur eftir. Við ætluðum að fiska boltann og klára þennan leik. Ég verð að hrósa okkur fyrir það að, þessi leikur var nánast búinn eða átti að vera búinn, Grótta átti bara að vinna þennan leik en við sýndum geggjaðan karakter hérna í lokin, það er það sem við getum tekið út úr þessu,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram að lokum. Olís-deild karla Fram Grótta
Fram tók á móti Gróttu í Úlfarsárdal í kvöld í sjöttu umferð Olís-deildar karla. Var leikurinn kaflaskiptur og æsispennandi fram á lokasekúndu, en Grótta leiddi leikinn með fjórum mörkum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 29-29 í Úlfarsárdal. Fyrir fram var búist við spennandi leik, líkt og raunin varð, þar sem bæði þess lið hafa farið vel af stað í deildinni og mikill meðbyr hjá báðum liðum, sérstaklega Fram sem er óumdeilt spútnik lið deildarinnar það sem af er tímabili. Grótta kom þó inn í leikinn án síns besta leikmanns, Birgis Steins Jónssonar, en hann braut bein í annarri hendi á æfingu síðastliðinn mánudag og verður mögulega ekki leikfær fyrr en eftir áramót. Heimamenn í Fram hófu leikinn af gríðarlegum krafti líkt og þeir hafa verið að gera á þessari leiktíð. Hins vegar var sóknarleikur Gróttu mjög fyrirsjáanlegur og stirður. Staðan eftir tíu mínútna leik 7-3 Frömurum í vil. Þá gerði Róbert Gunnarsson breytingu á liði sínu og setti Daníel Örn Griffin inn á í stöðu hægri skyttu, en Daníel Örn búinn að glíma við langvarandi hnémeiðsli. Með Daníel Erni jókst skotógn Gróttu til muna og sóknarleikurinn þar með. Ásamt innkomu Daníels Arnars byrjaði Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, að verja vel. Grótta jafnaði leikinn á 17. mínútu, staðan þá 9-9. Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínútur, þar til það voru þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleiknum. Þá kom Grótta sér í tveggja marka forystu og staðan 13-15 Gróttu í vil þegar liðin gengu til búningsklefa. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að nálgast Gróttu en það gekk illa. Staðan 17-21 eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik Gróttu í vil. Grótta var að spila gríðarlega agaðan sóknarleik og spiluðu aldrei hraðar en þeir réðu við. Þeir byrjuðu þó aðeins að hiksta þegar líða fór á síðari hálfleikinn, enda liðið ekki vant að leiða leiki oft. Framarar voru þó sjálfum sér verstir og klúðruðu til að mynda tveimur vítaköstum og köstuðu boltanum út af úr fríkasti. Theis Koch Sondergard, leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald á 49. mínútu leiksins fyrir glæfralegt brot á Ólafi Brim Stefánssyni, leikmanni Fram. Réttur dómur og einn mikilvægasti leikmaður Gróttu farinn í sturtu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og lið hans fjórum mörkum undir, 25-29. Leikurinn virtist vera úti fyrir heimamenn. Framarar stigu hátt upp í vörn á lokamínútunum eftir leikhléið og kom það Gróttu í eintóm vandræði sóknarlega. Kristófer Dagur Sigurðsson, hornamaður Fram, jafnaði leikinn úr hraðaupphlaupi þegar tólf sekúndur voru eftir af leiknum. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé. Lokasókn Gróttu fór í súginn og aðeins aukakast eftir. Arnór Máni Daðason, markmaður Fram varði skot Lúðvíks Thorberg Bergmann Arnkelssonar, leikmanns Gróttu, úr fríkastinu og endaði leikurinn því með jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Illa leistur sóknarleikur Gróttu á síðustu mínútum leiksins og frammiliggjandi vörn Fram, var það sem á endanum skar úr um úrslit leiksins. Það var greinilegt að Grótta saknaði Theis Koch Sondergard á lokamínútum leiksins til að stýra og taka af skarið þegar allt var undir. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, var maður leiksins með 14 bolta varða og var stór þáttur í því að Grótta leiddi lengst af í leiknum. Daníel Örn Griffin kom einnig af fítonskrafti inn í lið Gróttu eftir að hafa spilað lítið á tímabilinu. Átta mörk frá Daníel Erni. Hjá Fram stóð Luka Vukicevic upp úr en hann tók oft á skarið þegar Framarar lentu í öngstræti í sókn. Svartfellingurinn Luka skilaði átta mörkum í kvöld. Hvað gekk illa? Lokasóknir Gróttu var sá þáttur leiksins sem gekk hvað verst í kvöld. Enda liðið með unninn leik í höndunum þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hvað gerist næst? Grótta fær Val í heimsókn eftir viku í upphafsleik 7. umferð Olís-deildar karla. Sá leikur hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fram fer hins vegar á Ásvelli og mæta Haukum mánudaginn 31. október klukkan 19:30. Verður sá leikur einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einar Jónsson: Þeir voru að negla þessu í skeytanna trekk í trekk Einar Jónsson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét „Það var bara ekkert svo. Við bara förum inn í okkur og svona brjótum okkur svolítið út úr skipulagi. Einar Baldvin [markvörður Gróttu] fer náttúrulega að verja hérna svakalega bolta og við einhvern veginn verðum hræddir eða hvað það er. Við vorum bara ekki góðir á þeim kafla og að sama skapi Grótta að spila vel líka. Síðan eru bara síðustu 10, 15 í fyrri ekki góðar, alls ekki,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, aðspurður út í hvað hafi gerst eftir flottar upphafsmínútur hjá sínum mönnum. „Mér fannst hann bara allt í lagi. Við erum að koma okkur hérna í mjög góð færi trekk í trekk. Einar Baldvin frábær í markinu. Á móti kemur, vörn eða markvarsla hvernig menn líta á það, það er bara þeir eru að negla þessu í skeytanna og það er bara einhvern veginn allir boltar inni sko. Maður sem er ekki búinn að spila í allavegana tvö ár, hann er bara að raða á okkur hérna. Þannig að mér fannst við ekkert lélegir í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera þarna undir sko. Við erum að skapa fínt og mér fannst við vera spila ágætis vörn en eins og ég segi, þeir voru að negla þessu í skeytanna trekk í trekk,“ segir Einar Jónsson um gang síðari hálfleiks. „Hugarfarið var ekki gott hjá okkur í dag, því miður. Það hefur verið frábært í allan vetur og það var ekki fyrr en síðustu tvær og hálfa mínúturnar eða eitthvað þar sem við sýnum virkilega úr hverju við erum gerðir sko. En allt of margir kaflar sem að við erum eins og ég segi, vantaði eitthvað upp á.“ „Við ætluðum náttúrulega bara að vinna þetta og hérna ætluðum bara að taka sénsa. Fórum í þrjá þrjá, eða maður á mann, og pressuðum þá dálítið stíft, sem við hefðum kannski átt að gera fyrr en alltaf gott að vera vitur eftir á. Við bara grísuðum á það þannig séð. Við erum reyndar góðir á lokaköflunum, við höfum sýnt það í vetur. Við höfðum fulla trú að við ætluðum að vinna þetta og líka hérna þegar voru tíu sekúndur eftir. Við ætluðum að fiska boltann og klára þennan leik. Ég verð að hrósa okkur fyrir það að, þessi leikur var nánast búinn eða átti að vera búinn, Grótta átti bara að vinna þennan leik en við sýndum geggjaðan karakter hérna í lokin, það er það sem við getum tekið út úr þessu,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti