Innherji

Verðlagning flestra félaga komin undir langtímameðaltal eftir miklar lækkanir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
V/H hlutfallið varpar ljósi á hlutfallið á milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess.
V/H hlutfallið varpar ljósi á hlutfallið á milli markaðsvirðis fyrirtækis og hagnaðar þess. VÍSIR/VILHELM

Hlutabréfaverð hérlendis og alþjóðlega hefur lækkað skarpt á einu ári. Sjóðstjóri segir að V/H hlut­fall flestr­a fé­lag­a á Aðallista í Kauphöllinni sé kom­ið und­ir lang­tím­a­með­altal, en flest fyrirtækin hafa lækkað talsvert á þennan mælikvarða sem gefur til kynna að þau séu ódýrari en fyrir einu ári, samkvæmt samantekt Innherja.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um að markaðurinn hafi „tekið alltof skarpa dýfu“

Staðan á hlutabréfamarkaði hefur umturnast á síðustu tólf mánuðum. Fyrir um ári mátti sjá merki þess að markaðurinn væri búinn að ofrísa, meðal annars út frá þróun peningamagns í umferð, en núna eru vísbendingar um hið gagnstæða og verðmöt gefa til kynna að meirihluti félaga í Kauphöllinni séu verulega vanmetin, að sögn hlutabréfagreinenda.

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×