Halldór fer með rangt mál Róbert Farestveit og Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifa 21. október 2022 16:00 Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun