Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 20:42 Skjölin sem handlögð voru við húsleit Alríkislögreglunnar. AP Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. Washington Post greinir frá þessu. Samkvæmt heimildamönnum blaðsins, gætu gögin opinberað aðferðir Bandaríkjamanna við gagnasöfnun sem ráðamenn vilja með öllum leiðum halda frá almenningi. Heimildarmennirnir koma ekki fram undir nafni. Að minnsta kosti eitt skjal sem lagt var hald á af Alríkislögreglunni er sagt lýsa áætlunum Írana í loftskeytahernaði. Önnur skjöl eru sögð tengjast háleynilegri gagnavinnslu og upplýsingaöflun um Kína. Washington Post hefur eftir sérfræðingum sem segja ógn stafa af uppljóstrun gagnanna. Enn fremur væru ríki líkleg til að hefna sín, kæmust þau að raun um leynilegar aðgerðir Bandaríkjanna. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump 8. ágúst og lagði þar hald á alls 1.184 skjöl sem mörg hver voru merkt háleynileg (top-secret). Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Síðan þá hafa fréttir borist af því hvað gögnin innihalda en einnig hefur verið greint frá því að háeynileg gögn hafi verið geymd á meðal dagblaða og ómerkilegra minnismiða. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Sjá einnig: Voru að leita að trúnaðargögnum um kjarnorkuvopn Trump hefur alfarið hafnað ásökunum um nokkurs konar lögbrot eða misgjörð. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa létt af leynd yfir upplýsingunum og sagði forseta geta gert það með því að hugsa um það. Alríkislögfræðingar hafa gert gys að þessum staðhæfingum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Washington Post greinir frá þessu. Samkvæmt heimildamönnum blaðsins, gætu gögin opinberað aðferðir Bandaríkjamanna við gagnasöfnun sem ráðamenn vilja með öllum leiðum halda frá almenningi. Heimildarmennirnir koma ekki fram undir nafni. Að minnsta kosti eitt skjal sem lagt var hald á af Alríkislögreglunni er sagt lýsa áætlunum Írana í loftskeytahernaði. Önnur skjöl eru sögð tengjast háleynilegri gagnavinnslu og upplýsingaöflun um Kína. Washington Post hefur eftir sérfræðingum sem segja ógn stafa af uppljóstrun gagnanna. Enn fremur væru ríki líkleg til að hefna sín, kæmust þau að raun um leynilegar aðgerðir Bandaríkjanna. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump 8. ágúst og lagði þar hald á alls 1.184 skjöl sem mörg hver voru merkt háleynileg (top-secret). Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Síðan þá hafa fréttir borist af því hvað gögnin innihalda en einnig hefur verið greint frá því að háeynileg gögn hafi verið geymd á meðal dagblaða og ómerkilegra minnismiða. Sjá einnig: Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Sjá einnig: Voru að leita að trúnaðargögnum um kjarnorkuvopn Trump hefur alfarið hafnað ásökunum um nokkurs konar lögbrot eða misgjörð. Í nýlegu sjónvarpsviðtali sagðist hann hafa létt af leynd yfir upplýsingunum og sagði forseta geta gert það með því að hugsa um það. Alríkislögfræðingar hafa gert gys að þessum staðhæfingum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01