Gerrard rýfur þögnina Atli Arason skrifar 22. október 2022 07:01 Steven Gerrard niðurlútur eftir tap Aston Villa gegn Fulham síðasta fimmtudag. Getty Images Steven Gerrard tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir brottreksturinn frá Aston Villa en Gerrard bað alla stuðningsmenn Villa afsökunar á frammistöðu liðsins undanfarið. „Við stuðningsmennina vil ég segja að mikill eftirsjá er hjá mér yfir því að hlutirnir gengu ekki upp eins og áætlað var. Ég stend hins vegar í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir það hvernig þið tókuð á móti mér og studdu liðið í gegnum þessa erfiðu tíma. Aston Villa er félag með ríka sögu og ég vildi færa liðinu aftur ógleymanleg afrek en því miður tókst það ekki. Ég óska öllum hjá félaginu velfarnaðar í náinni framtíð,“ skrifaði Gerrad á Instagram í gær. Gerrard var einungis í 11 mánuði við stjórnvölinn hjá Villa en liðið byrjaði vel undir hans stjórn á síðasta ári áður en árangurinn fór að dala undir lok síðasta tímabils og sá slæmi árangur hélt áfram í byrjun yfirstandandi leiktímabils. Aston Villa er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig. Liðið hefur einungis unnið tvo af fyrstu 11 leikjum sínum í ár en knattspyrnustjórinn var rekinn eftir 3-0 tap gegn Fulham í vikunni. Gerrard tók við Aston Villa þegar hann yfirgaf stjórnarstöðuna hjá Rangers eftir frábæran árangur með liðinu í skosku úrvalsdeildinni þar sem Rangers vann sinn fyrsta titill í 10 ár en Rangers fór í gegnum allt tímabilið 2020/21 í Skotlandi án þess að tapa leik. Gerrard og Rangers bundu þar með enda 10 ára sigurgöngu erkifjendanna í Celtic. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verkefni Gerrard tekur að sér næst en hann er sagður vilja halda áfram sem knattspyrnustjóri en gæti þó einnig boðist að taka að sér störf sem sparkspekingur eins og fyrrum samherji hans hjá Liverpool, Jamie Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57 Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31 Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
„Við stuðningsmennina vil ég segja að mikill eftirsjá er hjá mér yfir því að hlutirnir gengu ekki upp eins og áætlað var. Ég stend hins vegar í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir það hvernig þið tókuð á móti mér og studdu liðið í gegnum þessa erfiðu tíma. Aston Villa er félag með ríka sögu og ég vildi færa liðinu aftur ógleymanleg afrek en því miður tókst það ekki. Ég óska öllum hjá félaginu velfarnaðar í náinni framtíð,“ skrifaði Gerrad á Instagram í gær. Gerrard var einungis í 11 mánuði við stjórnvölinn hjá Villa en liðið byrjaði vel undir hans stjórn á síðasta ári áður en árangurinn fór að dala undir lok síðasta tímabils og sá slæmi árangur hélt áfram í byrjun yfirstandandi leiktímabils. Aston Villa er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig. Liðið hefur einungis unnið tvo af fyrstu 11 leikjum sínum í ár en knattspyrnustjórinn var rekinn eftir 3-0 tap gegn Fulham í vikunni. Gerrard tók við Aston Villa þegar hann yfirgaf stjórnarstöðuna hjá Rangers eftir frábæran árangur með liðinu í skosku úrvalsdeildinni þar sem Rangers vann sinn fyrsta titill í 10 ár en Rangers fór í gegnum allt tímabilið 2020/21 í Skotlandi án þess að tapa leik. Gerrard og Rangers bundu þar með enda 10 ára sigurgöngu erkifjendanna í Celtic. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verkefni Gerrard tekur að sér næst en hann er sagður vilja halda áfram sem knattspyrnustjóri en gæti þó einnig boðist að taka að sér störf sem sparkspekingur eins og fyrrum samherji hans hjá Liverpool, Jamie Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57 Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31 Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Gerrard rekinn frá Aston Villa Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. 20. október 2022 21:57
Gerrard fékk far með liðsrútunni eftir brottreksturinn Steven Gerrard ferðaðist aftur til Birmingham með leikmannahópi og starfsliði Aston Villa þrátt fyrir að hafa verið rekinn strax eftir tap fyrir Fulham í gær. 21. október 2022 09:31
Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa. 12. nóvember 2021 09:00