Kjörið mun skera úr um hver tekur við að Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún tók einmitt við af Johnson í sumar þegar hann ákvað að honum væri ekki stætt að sitja áfram forsætisráðherra eftir þriggja ára valdatíð.
Johnson, sem enn er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur undanfarnar vikur verið í fríi í Karabíska hafinu. Hann er sagður hafa nýtt tímann frá því að Truss tilkynnti um afsögn hennar til að kanna landið hvað varðar mögulegt leiðtogaframboð hans. Og nú er hann á heimleið.
Breskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Johnson í flugvélinni á leið úr fríinu. Stjórnmálaskýrendur ytra telja næsta víst að Johnson hyggist bjóða sig fram í leiðtogakjörinu. Úrslit þess munu liggja fyrir næsta föstudag.
First picture of Boris Johnson as he flies back to the UK https://t.co/FVC6eawtdA
— Sky News (@SkyNews) October 21, 2022
Frambjóðendur hafa til klukkan eitt á mánudaginn til að bjóða sig fram. Þeir þurfa að tryggja sér stuðning minnst hundrað þingmanna flokksins til að geta sett nafn sitt í pottinn. 357 þingmenn sitja á þingi fyrir flokkinn sem þýðir að hámark þrír frambjóðendur muni geta boðið sig fram.
Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram. Þá er einnig talið öruggt að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson muni bjóða sig fram.
bretLjóst er að Johnson muni njóta einhvers stuðnings úr röðum þingmanna Íhaldsflokksins. Þó er óvíst hvort að sá stuðningur nægi til að fleyta honum í leiðtogasætið á ný. Hann yfirgaf það í skugga hneykslismála tengdum veisluhöldum í Covid-19 faraldrinum