Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 14:44 Boris Johnson, til vinstri, og Rishi Sunak, til hægri voru nánir samstarfsmenn í þeirri ríkisstjórn sem Johnson var í forsvari fyrir. Dan Kitwood/Getty Images Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag. Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag.
Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10