Adam Ægir Pálsson: Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2022 16:38 Adam Ægir Pálsson átti frábæran leik fyrir Keflavík í dag. Visir/ Tjörvi Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var stoltur og ánægður í leikslok eftir góðan 7-1 sigur liðsins gegn Leikni í leik sem fram fór í Árbænum í dag. Adam Ægir gerði tvö mörk og lagði upp eitt en var ansi nálægt því að skora þrennu sem hann hefði viljað. „Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
„Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira