Valgeir lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Hacken sem komst í 2-0 forystu áður en gestirnir frá Malmö náðu að minnka muninn undir lok leiks.
Sigur Hacken þýðir að liðið hefur nú níu stiga forystu á Djurgarden sem á þrjá leiki eftir.
Djurgarden fær Sundsvall í heimsókn á morgun og geta Valgeir og félagar því orðið meistarar í sófanum heima, takist Djurgarden ekki að innbyrða þrjú stig gegn Sundsvall.