Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 13:03 Rishi Sunak, mun taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. AP/Aberto Pezzali Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02