Einelti tekið á sálfræðinni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 24. október 2022 14:01 Þegar ég var í framhaldssnámi í sálfræði skrifaði ég ritgerð um leiðir sálfræðinnar til að uppræta einelti. Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu og varð nokkurs vísari. Þegar ég heyri af alvarlegum eineltismálum spyr ég mig hvort þessi þekking hafi komist til skila. Mér er málið hugleikið því margir sem leita sér meðferðar við kvíða og þunglyndi á fullorðinsárum hafa orðið fyrir einelti í æsku. Þeir sem leggja aðra í einelti eru auk þess líklegri en aðrir að leiðast út í vímuefnaneyslu og afbrot. Tilhneigingin til að ganga á rétt annarra heldur áfram að verða mörgum þeirra til óþurftar fram á fullorðinsár. Á grundvelli þess sem ég hef lært, meðal annars af skrifum Dans Olweusar, miklum fræðimanni á sviðinu, fara hér fimm ráð til að draga úr einelti. Margir skólar og foreldrar eru vafalaust til fyrirmyndar í þessum efnum en þó er iðulega svigrúm til framfara. 1. Skýr stefna skólans Skóli þarf að marka sér skýra stefnu í eineltismálum og kynna stefnuna fyrir foreldrum. Mikilvægt er að einn einstaklingur innan skólans beri ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt og fundi reglulega með eineltisteymi skólans. Teymið kemur kennurunum til aðstoðar þegar upp koma eineltismál, fylgir málum eftir og metur árangurinn. Umbuna þarf kennurum fyrir að leggja á sig aukna vinnu á þessu sviði. Annars er hætt við að þeir gefist smám saman upp á því að vinna þetta markvisst enda hafa þeir í mörg horn að líta. 2. Kannanir meðal nemenda Innan við helmingur nemenda sem lagður er í einelti greinir fullorðnum frá ástandinu. Því er mikilvægt að leggja nafnlausar kannanir fyrir með reglulegu millibili þar sem nemendur eru beðnir um að tilgreina gerendur og þolendur eineltis. Nemendur þurfa að geta treyst því að svörin verði ekki rakin til þeirra persónulega. 3. Bekkjarreglur um einelti Skynsamlegt er að kennarar og nemendur koma sér saman um örfáar reglur um einelti í bekknum. Dæmi um slíkar reglur sem eru: Við leggjum aðra nemendur ekki í einelti. Við hjálpum nemendum sem lagðir eru í einelti. Við sjáum til þess að enginn sé skilinn út undan. Mikilvægt er að reglurnar taki líka á óbeinu einelti, sem sé útilokun frá hópnum. Nemendur mega gjarnan taka þátt í því að ákvarða viðurlög við brot á reglunum. Viðurlögin þurfa að hafa tilætluð áhrif, þ.e. vera eitthvað sem nemendum þykir virkilega leiðinlegt eins að sitja fyrir framan skrifstofu skólastjóra í frímínútum eða sitja kennslustund með yngri nemendum. Mikilvægt er að hluti viðurlaga sé að foreldrar verði upplýstir um stöðuna svo þeir fá færi á að taka á málum heima fyrir. Fylgja þarf viðurlögum eftir í öllum tilvikum, að öðrum kosti læra menn að ekkert sé að marka hótanirnar. Gerendur þurfa nefnilega sjaldnast að taka afleiðingum eineltisins og finnst oft að eineltið styrki stöðu þeirra meðal félaga, auki sjálftraust þeirra og dragi úr neikvæðni annarra í garð þeirra. Þeir fá oft athygli, aðdáun og óttablandna virðingu félaganna, auk þeirra forréttinda sem því fylgir að vera foringjar hópsins. Því er kjarninn í flestum inngripum við einelti að fyrirbyggja að gerendum sé umbunað með þessum hætti fyrir eineltið. Koma þarf þeim skilaboðum áleiðis að það sé „zero tolerance“ fyrir einelti. 4. Æskileg hegðun styrkt Fræða þarf börn og unglinga um afleiðingar eineltis því þau hafa ekki þroskann til að skilja til fulls afleiðingar eigin gjörða. Þetta má gera með því að sýna myndbönd í tímum um einelti og ræða eftir á. Koma þarf því til skila að það grípa ekki inn í einelti sé þátttaka í eineltinu. Æfa má með hlutverkaleikum hvað eigi að gera og segja þegar orðið er vitni að einelti en við líklega er að fólk bregðast rétt við hafi það æft það fyrirfram. Svo þarf að verða þolendum eineltis úti um bandamenn innan skólans. Er þá samið við nokkra nemendur sem hafa sterka félagslega stöðu að standa með viðkomandi þegar á reynir. Hrósa þarf nemendum markvisst fyrir vingjarnlega og hjálplega hegðun og fyrir að fylgja bekkjarreglunum, til dæmis að eiga frumkvæði að því að draga einangraða nemendur inn í leikinn. Til dæmis má láta nemendur halda dagbók þar sem þeir skrá hjá sér það sem þeir eru stoltir af í samskiptum yfir daginn, og fá svo hrós fyrir. Sérlega mikilvægt er að hrósa árásargjörnum nemendum fyrir að bregðast ekki við með einelti í aðstæðum þar sem þeir gera það venjulega. 5. Viðbrögð foreldra Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og þurfum að varast að fara í vörn verði þau uppvís að einelti. Sýna þarf í verki að slík hegðun verði ekki liðin, hafi afleiðingar og að við stöndum með skólanum í agamálum. Mikilvægt er að ræða áhrif eineltis því þeir sem leggja í einelti geta átt erfitt með að setja sig í spor annarra. Við þurfum sjálf að vera góð fyrirmynd og styrkja vingjarnlega og hjálplega hegðun. Sérlega mikilvægt að hafa eftirlit með því sem börnin okkar gera því að því meira sem eftirlitið er, hvort sem um ræðir á skólalóð eða á netmiðlum, því minna er eineltið. Veltu því fyrir þér hvort þú setir skjátíma viðunandi mörk og fylgist með því sem börnin þín gera þar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að börnin okkar geta sætt einelti eða lagt aðra í einelti án þess að við höfum hugmynd um það. Þess ber einnig að geta að skilin milli gerenda og þolenda geta verið óljós því sumir þeirra sem leggja í einelti hafa sjálfir orðið fyrir einelti og öfugt. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar ég var í framhaldssnámi í sálfræði skrifaði ég ritgerð um leiðir sálfræðinnar til að uppræta einelti. Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu og varð nokkurs vísari. Þegar ég heyri af alvarlegum eineltismálum spyr ég mig hvort þessi þekking hafi komist til skila. Mér er málið hugleikið því margir sem leita sér meðferðar við kvíða og þunglyndi á fullorðinsárum hafa orðið fyrir einelti í æsku. Þeir sem leggja aðra í einelti eru auk þess líklegri en aðrir að leiðast út í vímuefnaneyslu og afbrot. Tilhneigingin til að ganga á rétt annarra heldur áfram að verða mörgum þeirra til óþurftar fram á fullorðinsár. Á grundvelli þess sem ég hef lært, meðal annars af skrifum Dans Olweusar, miklum fræðimanni á sviðinu, fara hér fimm ráð til að draga úr einelti. Margir skólar og foreldrar eru vafalaust til fyrirmyndar í þessum efnum en þó er iðulega svigrúm til framfara. 1. Skýr stefna skólans Skóli þarf að marka sér skýra stefnu í eineltismálum og kynna stefnuna fyrir foreldrum. Mikilvægt er að einn einstaklingur innan skólans beri ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt og fundi reglulega með eineltisteymi skólans. Teymið kemur kennurunum til aðstoðar þegar upp koma eineltismál, fylgir málum eftir og metur árangurinn. Umbuna þarf kennurum fyrir að leggja á sig aukna vinnu á þessu sviði. Annars er hætt við að þeir gefist smám saman upp á því að vinna þetta markvisst enda hafa þeir í mörg horn að líta. 2. Kannanir meðal nemenda Innan við helmingur nemenda sem lagður er í einelti greinir fullorðnum frá ástandinu. Því er mikilvægt að leggja nafnlausar kannanir fyrir með reglulegu millibili þar sem nemendur eru beðnir um að tilgreina gerendur og þolendur eineltis. Nemendur þurfa að geta treyst því að svörin verði ekki rakin til þeirra persónulega. 3. Bekkjarreglur um einelti Skynsamlegt er að kennarar og nemendur koma sér saman um örfáar reglur um einelti í bekknum. Dæmi um slíkar reglur sem eru: Við leggjum aðra nemendur ekki í einelti. Við hjálpum nemendum sem lagðir eru í einelti. Við sjáum til þess að enginn sé skilinn út undan. Mikilvægt er að reglurnar taki líka á óbeinu einelti, sem sé útilokun frá hópnum. Nemendur mega gjarnan taka þátt í því að ákvarða viðurlög við brot á reglunum. Viðurlögin þurfa að hafa tilætluð áhrif, þ.e. vera eitthvað sem nemendum þykir virkilega leiðinlegt eins að sitja fyrir framan skrifstofu skólastjóra í frímínútum eða sitja kennslustund með yngri nemendum. Mikilvægt er að hluti viðurlaga sé að foreldrar verði upplýstir um stöðuna svo þeir fá færi á að taka á málum heima fyrir. Fylgja þarf viðurlögum eftir í öllum tilvikum, að öðrum kosti læra menn að ekkert sé að marka hótanirnar. Gerendur þurfa nefnilega sjaldnast að taka afleiðingum eineltisins og finnst oft að eineltið styrki stöðu þeirra meðal félaga, auki sjálftraust þeirra og dragi úr neikvæðni annarra í garð þeirra. Þeir fá oft athygli, aðdáun og óttablandna virðingu félaganna, auk þeirra forréttinda sem því fylgir að vera foringjar hópsins. Því er kjarninn í flestum inngripum við einelti að fyrirbyggja að gerendum sé umbunað með þessum hætti fyrir eineltið. Koma þarf þeim skilaboðum áleiðis að það sé „zero tolerance“ fyrir einelti. 4. Æskileg hegðun styrkt Fræða þarf börn og unglinga um afleiðingar eineltis því þau hafa ekki þroskann til að skilja til fulls afleiðingar eigin gjörða. Þetta má gera með því að sýna myndbönd í tímum um einelti og ræða eftir á. Koma þarf því til skila að það grípa ekki inn í einelti sé þátttaka í eineltinu. Æfa má með hlutverkaleikum hvað eigi að gera og segja þegar orðið er vitni að einelti en við líklega er að fólk bregðast rétt við hafi það æft það fyrirfram. Svo þarf að verða þolendum eineltis úti um bandamenn innan skólans. Er þá samið við nokkra nemendur sem hafa sterka félagslega stöðu að standa með viðkomandi þegar á reynir. Hrósa þarf nemendum markvisst fyrir vingjarnlega og hjálplega hegðun og fyrir að fylgja bekkjarreglunum, til dæmis að eiga frumkvæði að því að draga einangraða nemendur inn í leikinn. Til dæmis má láta nemendur halda dagbók þar sem þeir skrá hjá sér það sem þeir eru stoltir af í samskiptum yfir daginn, og fá svo hrós fyrir. Sérlega mikilvægt er að hrósa árásargjörnum nemendum fyrir að bregðast ekki við með einelti í aðstæðum þar sem þeir gera það venjulega. 5. Viðbrögð foreldra Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og þurfum að varast að fara í vörn verði þau uppvís að einelti. Sýna þarf í verki að slík hegðun verði ekki liðin, hafi afleiðingar og að við stöndum með skólanum í agamálum. Mikilvægt er að ræða áhrif eineltis því þeir sem leggja í einelti geta átt erfitt með að setja sig í spor annarra. Við þurfum sjálf að vera góð fyrirmynd og styrkja vingjarnlega og hjálplega hegðun. Sérlega mikilvægt að hafa eftirlit með því sem börnin okkar gera því að því meira sem eftirlitið er, hvort sem um ræðir á skólalóð eða á netmiðlum, því minna er eineltið. Veltu því fyrir þér hvort þú setir skjátíma viðunandi mörk og fylgist með því sem börnin þín gera þar. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að börnin okkar geta sætt einelti eða lagt aðra í einelti án þess að við höfum hugmynd um það. Þess ber einnig að geta að skilin milli gerenda og þolenda geta verið óljós því sumir þeirra sem leggja í einelti hafa sjálfir orðið fyrir einelti og öfugt. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun