Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 17:10 Auðjöfurinn Elon Musk ætlar að kaupa Twitter og taka fyrirtækið af markaði. Getty/Muhammed Selim Korkutata Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn. Twitter Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnendum Twitter hefur reynst erfitt í gegnum árin að fá það til að skila hagnaði. Verði af sameiningunni og gangi spár greinenda eftir, mun það þó verða mun erfiðara þar sem árlegar vaxtagreiðslur Twitter munu fara úr rúmlegan milljarð dala á ári hverju en fyrirtækið greiddi um 51 milljón dala í vaxtagreiðslur árið 2021, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Vaxtagreiðslurnar gætu orðið hærri vegna hækkandi vaxta en síðustu fimm ár hefur hagnaður Twitter, fyrir skatta, verið um sjö hundruð milljónir dala. Auknar vaxtagreiðslur munu líklegast leiða til þess að fyrirtækið þurfi að leita nýrra tekjuleiða en í frétt WSJ segir að rekstrarumhverfi Twitter og annarra samfélagsmiðlafyrirtækja hafi versnað. Slík fyrirtæki hafi mætt mótvindi varðandi netauglýsingar. Elon Musk hefur sagt að hann hafi áhyggjur af því að kostnaður verði hærri en tekjur Twitter eftir yfirtökuna en hann stefnir á að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt að til standi að fækka starfsfólki Twitter töluvert. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á Twitter. Auðjöfurinn sagði að þær upplýsingar væru nauðsynlegar svo hann gæti metið raunverulegt verðmæti Twitter. Þetta gerði hann þó eftir að hafa skrifað undir kaupsamning og hófust málaferli. Skömmu eftir að þau hófust lýsti Musk því yfir að hann ætlaði að standa við samninginn.
Twitter Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira