Átökin brutust út í gær á milli tveggja ættbálka sem byggja eyjuna sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Ástareyjan“. Lögreglulið frá höfuðborginni Port Moresby var sent á vettvang í morgun til að ná tökum á ástandinu en auk þeirra rúmlega þrjátíu sem hafa látist er að minnsta kosti fimmtán saknað.
Deilurnar eru sagðar hafa staðið yfir síðan í síðasta mánuði þegar maður lét lífið í slagsmálum sem upphófust eftir fótboltaleik á eyjunni. Ættingjar hans úr Kuboma ættbálknum hafi síðan tekið sig til og eyðlagt uppskeru hjá þorpsbúum hins ættbálksins, Kulumata. Deilurnar mögnuðust svo uns endanlega sauð upp úr í gær með þessum mannskæðu afleiðingum.