Auglýsum launin! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Á málþingi BHM „Sköpum samfélag fyrir öll“ sem haldið var á kvennafrídaginn var launamunur kynjanna til umfjöllunar. Vísbendingar komu fram um að kynskiptur vinnumarkaður sé ein helsta orsök launamun kynjanna. Þannig geta konur í hefðbundnum kvennastörfum uppskorið lægri ævitekjur en karlar sem starfa í hefðbundnum karlastörfum. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins grípi til aðgerða til að sporna við því og þar ættu opinberir aðilar að ganga fremst í flokki. Þegar að ráðið er í opinber störf, t.d. hjá ríkinu, fer launasetning starfsfólks eftir kjarasamningi og stofnanasamningi viðkomandi stofnunar. Í kjarasamningi er m.a. ákveðið hvaða launatafla er notuð, veikinda- og orlofsréttur tilgreindur auk persónuuppbóta. Aftur á móti er í stofnanasamningum ákveðin grunnröðun starfa í launatöflu sem sýnir raunveruleg laun fyrir viðkomandi starf. Stofnanasamningakerfið var innleitt á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar sem liður í aukinni dreifstýringu þar sem forstöðumönnum stofnana var falið aukið svigrúm til að ákveða launasetningu starfsfólks þeirra í gegnum stofnanasamninga. Þetta kerfi hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn er að forstöðumenn stofnana geta boðið samkeppnishæfari laun við einkamarkaðinn heldur en ella. Gallarnir eru að mörg störf eiga sér ekki hliðstæðu á almennum markaði og því er ekki eiginleg samkeppni til staðar. Þar má nefna störf í heilbrigðisþjónustu þar sem skýr tilhneiging er til lægri launasetningar en hjá öðrum stéttum, með sambærilegt menntunarstig. Annar ókostur við stofnanasamninga er hversu ógagnsæir þeir geta verið. Það er snúið fyrir utanaðkomandi að átta sig á raunverulegri launasetningu hvers starfs, enda er í mörgum tilfellum heildarlaun starfsfólks byggð upp á ótal mismunandi þáttum. Algengt er að grunnlaun starfs byggi á grunnröðun starfs, menntun sem krafa er um í starfi og starfsbundnum þáttum. Því til viðbótar bætist við ýmsir persónubundnir þættir, s.s. menntun sem nýtist í starfi, starfsaldur, fagreynsla, viðbótarlaun og önnur laun sem og jafnvel tímabundnir þættir auk unninnar og óunninnar yfirvinnu. Þegar allt er saman talið þá mynda allir þessir þættir heildarlaun viðkomandi starfs. Það er því ekki aðgengilegt að átta sig á launum í opinbera geiranum. Fólk sem sækir um störf hjá opinberum aðilum á að geta séð í fljótu bragði hver launin eru fyrir starfið óháð hvaða persóna sinnir starfinu. Því tel ég næsta skref í að uppræta kynbundinn launamun, vera að stofnanir og sveitarfélög birti grunnlaun viðkomandi starfs í atvinnuauglýsingum sem yrði óháð því hvaða persóna sinnir starfinu eða hvaða stéttarfélag á í hlut. Ég kalla því eftir því að opinberir aðilar og fyrirtæki í eigu opinberra aðila birti alltaf grunnlaun starfs í auglýsingum og ég hvet Fjármálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að breyta reglum um auglýsingar á opinberum störfum þannig að grunnlaun starfa séu ávallt birt í atvinnuauglýsingum. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun