Sunak segir heilindi og fagmennsku verða hans leiðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:30 Rishi Sunak er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum og sá þriðji á fjórum mánuðum. AP/Alberto Pezzal Nýr forsætisráðherra Bretlands segist þegar ætla að hefjast handa við að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið í hagstjórninni undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn hans muni hafa heilindi, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi. Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak. Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak.
Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03