Að gefa fágæta og forna gjöf sem nýtist alla daga ársins í öllum veðrum Eva María Jónsdóttir skrifar 26. október 2022 08:31 Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun