Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpuðu íslenska Evrópumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2022 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur bætt sig mikið á síðustu misserum. Youtube Eygló Fanndal Sturludóttir varð á dögunum fyrsti íslenski Evrópumeistarinn í ólympískum lyftingum þegar hún vann gull á EM undir 23 ára í Albaníu. Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló. Lyftingar CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Eygló, sem er 21 árs læknanemi, vann þar öruggan sigur í mínus 71 kíló flokknum en árangur hennar vakti ekki aðeins athygli hér heima heldur einnig í erlendum miðlum. Eygló var þannig í viðtali hjá insidethegames og þar sagði hún frá því að hún hefði fengið hjálp tveggja heimsmeistara á æfingum sínum. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og komist oft á verðlaunapall á heimsmeistaramóti CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) „Ég held að Anníe sé meðeigandi í líkamsræktarstöðinni þar sem ég æfi. Hún er alltaf að æfa þarna og Katrín æfir þar líka þegar hún er á Íslandi,“ sagði Eygló Fanndal Sturludóttir. „Þær hafa báðar hjálpað mér mikið,“ sagði Eygló. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekki bara keppt í CrossFit því þær kepptu báðar í heimsmeistarakeppninni í ólympískum lyftingum í Houston árið 2015 þar sem þær enduðu í 33. og 37. sæti í 69 kílóa flokki. Eygló hefur trú á uppgangi íþróttarinnar á Íslandi. „Ég held að lyftingar eigi eftir að vera stærri hér á landi. Það verður sýnilegra hvar þú getur byrjað í íþróttinni og hvernig þú finnur þér félag og þjálfara,“ sagði Eygló. „Við erum með gott samfélag á Íslandi, góðar keppnir og skemmtun okkur vel saman,“ sagði Eygló. Eygló var í fimleikum á sínum tíma en fann sig betur í lyftingarsalnum. „Ég er hrifnari af ólympískum lyftingum, þær passa mér betur,“ sagði Eygló.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira