Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Bragi Bjarnason skrifar 26. október 2022 10:31 Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Málefni fatlaðs fólks Bragi Bjarnason Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar