Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 14:06 Joe Biden (t.v.) mun ekki eiga sjö dagana sæla vinni repúblikanar meirihluta á þingi í næsta mánuði. Þeir hafa boðað rannsóknir á öllum og öllu sem hann tengist. AP/Manuel Balce Ceneta Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05